Erlent

Kúariða fannst í Kaliforníu

Kúariða fannst í kúabúi í Kaliforníu í vikunni en þetta er í fjórða sinn síðan árið 2003 sem kúariða finnst í Bandaríkjunum.

Aðeins ein kýr reyndist sýkt og staðhæfir bandaríska landbúnaðaráðuneytið að enginn hætta sé á að riðan hafi borist í mat enda var viðkomandi kú send í lím- og sápuverksmiðju.

Þegar kúariða kom upp í Bandaríkjunum árið 2003 kostaði það nautgripabændur vestan hafs miklar upphæðir í töpuðum útflutningstekjum.

Talið er að kúariða geti verið ástæða fyrir Creutzfeld-Jakob sjúkdóminum í mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×