Myndbandið heitir "Anthropocene" eða "Mannöld" og er þrjár mínútur að lengd. Það tók Felix Pharand 13 ár að vinna myndskeiðið.
Felix notaði venjulega heimilistölvu við gerð myndbandsins og studdist við upplýsingar sem hann fékk frá vísindastofnunum víðsvegar um heim.
Markmið verkefnisins var að birta nákvæma útskýringu á því hvernig mannkynið hefur "tamið" plánetuna.
"Þetta myndband sýnir hvernig athafnir mannskepnunnar hafa mótað plánetuna," sagði Felix. "Við sjáum allt frá malbikuðum vegum til ljósmengunar, lestarteina og rafmagnslína."

Rannsóknir á fólksfjölgun léku stórt hlutverk í rannsóknarvinnunni. Felix bendir á að allar núlifandi einstaklingar séu aðeins 6% af sögulegum heildarfjölda mannkyns.
Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.