Erlent

Dómur í máli Charles Taylor kveðinn upp í dag

Sérstakur alþjóðadómstóll í Haag mun í dag kveða upp dóm yfir Charles Taylor, fyrrum leiðtoga Líberíu.

Taylor, sem er 64 ára, er sakaður um stríðsglæpi og grimmdarverk en hann studdi uppreisnarmenn í Sierra Leone árin 1991 til 2002. Hann lét uppreisnarmennina fá vopn í skiptum fyrir demanta. Uppreisnarmenn þessir urðu alræmdir fyrir að nota börn sem hermenn og fyrir að hvöggva hendurnar af andstæðingum sínum.

Verði Taylor fundinn sekur er það í fyrsta sinn síðan í Nuremberg réttarhöldunum fyrir hátt í 70 árum, að þjóðarleiðtogi er dæmdur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×