Vörn Geirs Haarde 26. apríl 2012 17:14 Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli. Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði. Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og „var ég ekki búin að útskýra þetta?" Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar. Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir. Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar. Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn. Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld. Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla. Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli. Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði. Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og „var ég ekki búin að útskýra þetta?" Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar. Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir. Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar. Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn. Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld. Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla. Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar