Erlent

Tannlæknar segja munnskol geta verið hættulegt fyrir heilsuna

Danskir tannlæknar hafa varað við því að dagleg notkun á munnskoli geti verið hættuleg heilsu manna.

Í umfjöllun um málið í danska ríkisútvarpinu segir að þetta skýrist af því að munnskol inniheldur sömu efni og eru í sýklalyfjum og því geti mikil notkun þess leitt til þols gegn sýklalyfjum þannig að þau virki ekki sem skyldi þegar viðkomandi þarf á þeim að halda.

Læknar segja að eðlilegt heilbrigt fólk þurfi alls ekki á munnskoli að halda svo lengi sem það bursta tennur sínar reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×