Erlent

Enn engar sannanir um að farsímar hafi skaðleg áhrif á heilsu

Enn hafa engar sannarnir sýnt fram á að farsímanotkun skaði heilsu fólks. Þetta segja breskir vísindamenn sem fóru yfir hundruð rannsókna á farsímanotkun sem gerðar hafa verið síðustu ár. Fjallað er um niðurstöður þeirra á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC.

Þeir setja þó þann varnagla að enn sé ekkert hægt að fullyrða um áhrif langtímanotkunar á símunum, þeir hafi einfaldlega ekki verið til það lengi að hægt sé að meta slík áhrif. Þeir segja enn þurfi að rannsaka tæknina betur, sérstaklega áhrif farsíma á heilsu barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×