Lífið

Þakklát fyrir tímann með Garðari

Fatnaður Ásdísar: Júník Smáralind.
Fatnaður Ásdísar: Júník Smáralind. mynd/arnold björnsson
Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Aldur: 32 ára.

Hjúskaparstaða: Einhleyp.

Afkvæmi: Robert, Hektor og Victoria Rán.

Starfsheiti: Framkvæmdastjóri, hönnuður fyrir Icequeen, fyrirsæta og mamma.

Hvernig gengur þér að takast á við lífið og tilveruna eftir að þú skildir við eiginmann þinn til sex ára, knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson sem er búsettur á Íslandi? Það hefur gengið ótrúlega vel. Þetta er eflaust auðveldara í okkar tilfelli heldur en hjá flestum þar sem við höfum búið í sundur svo mikið og breytingarnar ekki svo gífurlegar en auðvitað er þetta alltaf erfitt eftir svona mörg ár saman.

Viltu segja okkur af hverju þið Garðar ákváðuð að skilja? Við erum búin að vera allt of mikið í sundur og að eignast okkar eigið líf hvort í sínu horninu. Okkur kom ekki saman um framtíðina. Hann vill eitt og ég annað þannig að þetta er bara best svona. Við höfum eytt mjög ævintýraríkum og góðum níu árum saman og erum bara sátt við þau að öllu leyti. Ég væri ekki þar sem ég er í dag án Garðars. Það er ástæða fyrir öllu og ég er þakklát fyrir þennan tíma en nú tekur við nýtt líf og ég efast um að ævintýrum mínum fari fækkandi.

Hvernig er sambandið milli ykkar í dag? Það er ágætt. Við eyddum páskafríinu að mestu leyti saman þannig að við erum engir óvinir en vissulega er einhver smá togstreita á milli okkar.

Hvernig gengur þér að vera einstæð móðir fjárhagslega og tilfinningalega? Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð hvort sem ég er í sambandi eða ekki. Aðstæðurnar verða auðvitað aðeins erfiðari fjárhagslega en það er enginn sem þarf að hafa áhyggjur af mér. Ég er í tilfinningalega góðu jafnvægi og mér líður vel. Ég hef alltaf verið svolítill einfari í mér en ég á vissulega eftir að sakna Garðars.

Hvernig hafa börnin brugðist við aðskilnaðinum? Ég held þau geri sér ekki alveg grein fyrir þessu þar sem þau eru vön því að við erum ekki alltaf saman og breytingarnar ekki gífurlegar fyrir þau. Hektor hefur tekið þessu verst. Hann er sex ára og pælir aðeins í þessu. Við reynum að gera þetta eins þægilegt og hægt er fyrir þau. Við tölum öll mikið saman á Skype-samskiptaforritinu og reynum að gera það besta úr aðstæðum.

Hafið þið ákveðið forræði barnanna í framtíðinni? Það er ekki alveg komið í ljós þar sem þetta er svo nýlega skeð en eins og er þá er Garðar með Hektor á Íslandi og ég með Victoríu Rán í Búlgaríu.

Lífið á Facebook.

Lífið í Fréttablaðinu.







 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.