Innlent

Hvetja Füle til að setja aðildarviðræður við Íslendinga á ís

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefan Füle er stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Stefan Füle er stækkunarstjóri Evrópusambandsins. mynd/ afp.
Fulltrúar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hafa farið fram á það við Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, að hann stöðvi viðræður við Ísland um aðild að Evrópusambandinu þangað til að lausn hefur náðst í makríldeilunni. Frá þessu er greint á vefnum Fishnewseu.com.

Struan Stevenson, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði eftir fund með Füle í dag að sá síðarnefndi hefði verið upplýstur um það að það hefði verið haldnar ellefu samningalotur með Íslendingum um þá ákvörðun Íslendinga að veiða 150 þúsund tonn af makríl á hverju ári, en Íslendingar hafi ávallt hafnað samkomulagi. Færeyingar hafi nú tekið sömu ákvörðun og Íslendingar. Veiðar Íslendinga og Færeyinga kunni að stefna makrílstofninum í hættu.

Stevenson sagði að auk þess sem lagt hefði verið til að aðildarviðræðurnar við Íslendinga yrðu settar á ís væri verið að skoða viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum í tengslum við flutning á sjávarafurðum til Evrópu. Einnig væri verið að skoða að setja löndunarbann á íslensk og færeysk skip í höfnum ríkja í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×