Lífið

Opnaði heimasíðu fyrir foreldra

Þóra Sigurðardóttir.
Þóra Sigurðardóttir.
Þóra Sigurðardóttir rithöfundur sem er nýflutt til Íslands eftir 5 ára dvöl á Bahamas hefur opnað vefsvæði fyrir foreldra.

Segðu okkur frá nýja vefnum? Vefsíðan mín, Foreldrahandbokin.is, er lítil heimasmíðuð síða sem mér þykir óskaplega vænt um enda hugarfóstur mitt út í gegn. Þetta var upphaflega lítið gæluverkefni sem breyttist í fulla vinnu og gott betur. Inn á síðuna skrifar síðan urmull af snillingum með mér, bæði sérfræðingar og aðir foreldrar sem deila reynslu sinni og visku með öðrum foreldrum. Ég er þessu fólki óendanlega þakklát fyrir sitt ótrúlega framlag og eins öllum foreldrunum sem lesa síðuna.

Af hverju stofnaðir þú vef fyrir íslenska foreldra? Upphaflega var hann hálfgert framhaldsverkefni. Ég skrifaði samnefnda bók og þegar hún var komin í 300 blaðsíður varð ég að stoppa. Mér lá hins vegar enn mikið á hjarta og var stöðugt að rekast á eitthvað sniðugt sem ég vildi deila með öðrum foreldrum. Ég stofnaði því vefsíðuna en síðan hefur henni vaxið fiskur um hrygg og er orðin að litlu gróskulegu fyrirtæki sem að fjöldi fólks kemur að.

Hvernig er aðsóknin á Foreldrahandbókina? Aðsóknin hefur verið að aukast jafnt og þétt. Í síðustu viku var fjöldi gesta rúmlega 22 þúsund og þessi vika fór gríðarlega vel af stað þannig að við erum í skýjunum.

Foreldrahandbokin.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.