Lífið

Hefur ofurtrú á góðum svefni

Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona.
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona.
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona var að ljúka tökum á bíómynd sem heitir XL í leikstjórn Marteins Þórssonar. Hún leikur um þessar mundir í leikritunum Fanný og Alexander og Nei ráðherra í Borgarleikhúsinu.



Hvað gerir þú til að tæma hugann eftir erfiða vinnuviku? Slaka á heima með fjölskyldunni, borða góðan mat og horfa á góða mynd.

Hvernig hleður þú batteríin? Ég hleð batteríin með því að sofa vel en ég hef ofurtrú á góðum svefni. Ég fer í í jóga í Jógastúdíóinu. Ég heillaðist algerlega af jóga fyrir tveimur árum og reyni að stunda það eins mikið og ég get. Ég fer í Pilates einu sinni í viku. Það er gott með jóganu. Það gerir mér gott. Ég er vítamínfíkill. Svo jafnast fátt við góðan félagsskap en ég á skemmtilegan mann og vini.

Hugleiðir þú eða notast þú við aðrar aðferðir til að rækta hugann? Ég hugleiði stundum og langar að fara á hugleiðslunámskeið. En jógað er góð leið til að rækta hugann, líkamann og sálina.

Viltu deila með okkur uppáhalds hamingjumolanum þínum? Uppáhaldshamingjumolinn minn er Lifðu lífinu lifandi.

Hvernig ræktar þú hjónabandið? Með því að hlusta, vera góð við hvort annað og taka ekki hvort öðru sem sjálfsögðum hlut.

Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.