Erlent

Hætta að gefa út Encylopedia Britannica í bókarformi

Ákveðið hefur verið að hætta að gefa út hið þekkta alfræðirit Encylopedia Britannica í bókarformi. Líkur þar með 244 ára gamalli sögu ritsins sem bókar og verður útgáfan sem kom út árið 2010 sú síðasta í bókarformi.

Alfræðiritið verður hér eftir aðeins til á netinu en Jorge Cauz forseti útgáfunnar segir að það sé í takt við breytta tíma. Netútgáfan af Britannicu kom fyrst fram árið 1994 en hún stendur aðeins undir um 15% af tekjum útgáfunnar. Megnið af tekjunum kemur frá öðrum vörum sem útgáfan selur, aðallega kennslugögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×