Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Birgir Þór Harðarson skrifar 14. mars 2012 14:45 Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Mercedes AMG Petronas F1Á blaði er mannskapur Mercedes liðsins sá sigursælasti í Formúlu 1. Michael Schumacher hefur sigrað 91 mót á fyrri hluta ferils síns og Ross Brawn hefur gert lið sín að heimsmeisturum sjö sinnum á ferlinum. Nico Rosberg hefur þó aldrei sigrað mót á þeim sex árum sem hann hefur ekið í mótaröðinni. Nú hefst þriðja ár endurkomu Mercedes-Benz framleiðandans í Formúlu 1 og gert er ráð fyrir að árangur náist fljótt. Þetta er jafnframt þriðja ár endurkomu Michael Schumachers. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og er talið að Mercedes liðið verði í baráttunni um þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni. Gera má ráð fyrir því að ef Schumacher fær öflugan bíl er hann líklegur til vinnings. Liðsfélaginn Rosberg er ungur og hungraður, þráir ekkert heitar en sigur. Lotus F1 TeamLiðið sem hét Renault fyrir tveimur árum og Lotus-Renault í fyrra heitir í ár Lotus. Svartir og gulllitaðir bílar þeirra er vísun í gullöld gamla Lotus liðsins. Þá ók þar Ayorton nokkur Senna. Í dag ekur Kimi nokkur Raikkonen fyrir Lotus sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir að hafa náð takmarki sínu með Ferrari liðinu árið 2007 og orðið heimsmeistari. Kimi hefur örugglega saknað félaga sinna í formúlunni (eða peningana sem þeir borga honum). Liðsfélagi hans verður Romain Grosjean. Sá hefur áður fengið tækifæri fyrir liðið, síðast þegar það hét Renault árið 2009. Þá ók hann í sjö síðustu mótum ársins og bætti sig jafnt og þétt. Síðan hefur hann verið reynsluökuþór liðsins. Undirbúningstímabil Lotus hefur gengið mjög vel. Þeir hafa raunar átt óvætustu framfarir ársins. Frumlegur bíll þeirra í fyrra var fljótur framan af en missti af lestinni þegar á leið. Bíllinn í ár virðist vera mjög fljótur þó það vanti örlítið upp á áreiðanleika. Kimi Raikkonen gæti jafnvel átt möguleika í ár. Sahara Force India F1 TeamHjá Force India munum við sjá mjög áhugavert einvígi tveggja ungra og blóðþystra ökuþóra, þeirra Paul di Resta frá Skotlandi og Nico Hülkenberg frá Þýskalandi. Báðir hafa ekið í 19 mótum í Formúlu 1, Paul fyrir Force India í fyrra en Nico fyrir Williams fyrir tveimur árum. Sá síðarnefndi hefur nú eytt heilu ári sem reynsluökuþór Force India og vill sanna að það hafi verið rétt ákvörðun að ráða hann í keppnissætið. Þeir segja að í ár hafi þeir smíðað besta Force India bílinn hingað til. Liðið er byggt á grunni Jordan liðsins sem Eddie Jordan seldi um miðan síðasta áratuginn. Indverski auðjöfurinn Vijay Mallya dælir gríðarlegu fjármagni í liðið og hefur það tekið mörg jákvæð skref fram á við undanfarin ár. Force India mun að öllum líkindum berjast um hið mikilvæga fjórða sæti í ár við Lotus, Ferrari og Mercedes. Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Mercedes AMG Petronas F1Á blaði er mannskapur Mercedes liðsins sá sigursælasti í Formúlu 1. Michael Schumacher hefur sigrað 91 mót á fyrri hluta ferils síns og Ross Brawn hefur gert lið sín að heimsmeisturum sjö sinnum á ferlinum. Nico Rosberg hefur þó aldrei sigrað mót á þeim sex árum sem hann hefur ekið í mótaröðinni. Nú hefst þriðja ár endurkomu Mercedes-Benz framleiðandans í Formúlu 1 og gert er ráð fyrir að árangur náist fljótt. Þetta er jafnframt þriðja ár endurkomu Michael Schumachers. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og er talið að Mercedes liðið verði í baráttunni um þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni. Gera má ráð fyrir því að ef Schumacher fær öflugan bíl er hann líklegur til vinnings. Liðsfélaginn Rosberg er ungur og hungraður, þráir ekkert heitar en sigur. Lotus F1 TeamLiðið sem hét Renault fyrir tveimur árum og Lotus-Renault í fyrra heitir í ár Lotus. Svartir og gulllitaðir bílar þeirra er vísun í gullöld gamla Lotus liðsins. Þá ók þar Ayorton nokkur Senna. Í dag ekur Kimi nokkur Raikkonen fyrir Lotus sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir að hafa náð takmarki sínu með Ferrari liðinu árið 2007 og orðið heimsmeistari. Kimi hefur örugglega saknað félaga sinna í formúlunni (eða peningana sem þeir borga honum). Liðsfélagi hans verður Romain Grosjean. Sá hefur áður fengið tækifæri fyrir liðið, síðast þegar það hét Renault árið 2009. Þá ók hann í sjö síðustu mótum ársins og bætti sig jafnt og þétt. Síðan hefur hann verið reynsluökuþór liðsins. Undirbúningstímabil Lotus hefur gengið mjög vel. Þeir hafa raunar átt óvætustu framfarir ársins. Frumlegur bíll þeirra í fyrra var fljótur framan af en missti af lestinni þegar á leið. Bíllinn í ár virðist vera mjög fljótur þó það vanti örlítið upp á áreiðanleika. Kimi Raikkonen gæti jafnvel átt möguleika í ár. Sahara Force India F1 TeamHjá Force India munum við sjá mjög áhugavert einvígi tveggja ungra og blóðþystra ökuþóra, þeirra Paul di Resta frá Skotlandi og Nico Hülkenberg frá Þýskalandi. Báðir hafa ekið í 19 mótum í Formúlu 1, Paul fyrir Force India í fyrra en Nico fyrir Williams fyrir tveimur árum. Sá síðarnefndi hefur nú eytt heilu ári sem reynsluökuþór Force India og vill sanna að það hafi verið rétt ákvörðun að ráða hann í keppnissætið. Þeir segja að í ár hafi þeir smíðað besta Force India bílinn hingað til. Liðið er byggt á grunni Jordan liðsins sem Eddie Jordan seldi um miðan síðasta áratuginn. Indverski auðjöfurinn Vijay Mallya dælir gríðarlegu fjármagni í liðið og hefur það tekið mörg jákvæð skref fram á við undanfarin ár. Force India mun að öllum líkindum berjast um hið mikilvæga fjórða sæti í ár við Lotus, Ferrari og Mercedes.
Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15
Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00