Hálendi án hirðis Snorri Baldursson skrifar 2. mars 2012 15:31 Í umhverfisráðuneyti er unnið að sameiningu stofnana sem sinna umsýslu friðlanda, þjóðgarða og hugsanlega þjóðskóga. Það er mikilvægur áfangi að því að samræma vörslu lands í þjóðareigu. En ekki má láta þar við sitja. Þjóðlendurnar á miðhálendi Íslands þurfa líka skjól í öflugri stofnun með sýn sem byggir á verndun og sjálfbærri nýtingu. Miðja landsins er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og eyðisöndum. Upp úr henni rísa bláhvítar jökulbreiður, snæviþakin eldfjöll, grænir móbergshryggir, formfagrar dyngjur og stapar. Inn á milli eru gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði og til jaðranna samfelldar grónar heiðar og friðsæl fiskivötn þar sem himbrimi og hávella syngja tregablandna fagnaðarsöngva til lífsins. "Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín" kvað Stephan G. Stephansson og fangaði í einni setningu galdur hálendisins og íslenska sumarsins. Þeir sem upplifa þennan galdur verða betri menn því þeir hafa skynjað alheimsandann, fegurðina og eilífðina. Það eru ekki margir staðir á eftir jörðinni sem hafa þennan sama kraft til að umbreyta fólki og óvíða komast vesturlandabúar í sambærilega snertingu við uppruna sinn. Hálendi Íslands er einstök gersemi, langstærsta óbyggða víðerni Evrópu sunnan heimskautsbaugs. Meginhluti þess hefur sem betur fer verið úrskurðaður ævarandi eign þjóðarinnar (sjá: www.obyggd.is ). Hálendi landsins er því ein allra stærsta auðlind landsins til langs tíma litið og er þó af mörgu að taka. En hvernig er þessari þjóðareign sinnt? Hvernig göngum við um þjóðlendurnar? Forsætisráðuneytið fer með umsjá þeirra og hefur einn starfsmann til að sinna málefnum sem tengjast þeim. Einnig er starfandi samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna þar sem fulltrúar nokkurra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga eiga sæti. Hlutverk nefndarinnar er að vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda (skáletrun SB) innan þjóðlendna, eins og segir á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Umsjón ríkisins með þjóðlendunum og þar með drjúgum hluta miðhálendisins er því mjög takmörkuð. Hún snýr ekki að verndun og sjálfbærri nýtingu þess, að því er virðist, heldur fyrst og fremst að því að ráðstafa réttindum til þeirra aðila sem eiga, eða telja sig eiga, ítök vegna ýmiskonar hlunninda og atvinnureksturs, beitar, veiða, vatnsréttinda, virkjana, útivistar og ferðamennsku. Hagsmunirnir eru miklir og vaxandi og margir sjá tækifæri. Ríkið/þjóðin á þetta land en ýmsir eru að ráðskast með það, stofnanir, sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklingar. Þjóðlendurnar á hálendinu eru í raun án hirðis og fyrir vikið ríkir þar víða stjórnleysi. Vega- og slóðakerfið er óburðugt, merkingar ýmist vantar eða eru ósamstæðar, verndaraðgerðir eru litlar sem engar, mannvirki rísa á ólíklegustu stöðum, fræðsla, landvarsla og löggæsla er í mýflugumynd og ferðamenn vita oft ekki sitt rjúkandi ráð. Það er löngu orðið tímabært að hugsa þessi mál upp á nýtt og fara að sinna hálendinu af þeirri fyrirhyggju og virðingu sem því ber. Hálendið er eitt af gulleggjum þjóðarinnar. Það þarf að skoða og meta sem eina heild, vernda sem heild, skipuleggja sem heild og sinna því sem heild í einni öflugri stofnun. Lítum til annarra þjóða, svo sem Norðmanna, Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna, hvernig þær sinna sínum þjóðlöndum. Lærum af þeim og látum heildarhagsmuni Íslendinga ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í umhverfisráðuneyti er unnið að sameiningu stofnana sem sinna umsýslu friðlanda, þjóðgarða og hugsanlega þjóðskóga. Það er mikilvægur áfangi að því að samræma vörslu lands í þjóðareigu. En ekki má láta þar við sitja. Þjóðlendurnar á miðhálendi Íslands þurfa líka skjól í öflugri stofnun með sýn sem byggir á verndun og sjálfbærri nýtingu. Miðja landsins er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og eyðisöndum. Upp úr henni rísa bláhvítar jökulbreiður, snæviþakin eldfjöll, grænir móbergshryggir, formfagrar dyngjur og stapar. Inn á milli eru gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði og til jaðranna samfelldar grónar heiðar og friðsæl fiskivötn þar sem himbrimi og hávella syngja tregablandna fagnaðarsöngva til lífsins. "Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín" kvað Stephan G. Stephansson og fangaði í einni setningu galdur hálendisins og íslenska sumarsins. Þeir sem upplifa þennan galdur verða betri menn því þeir hafa skynjað alheimsandann, fegurðina og eilífðina. Það eru ekki margir staðir á eftir jörðinni sem hafa þennan sama kraft til að umbreyta fólki og óvíða komast vesturlandabúar í sambærilega snertingu við uppruna sinn. Hálendi Íslands er einstök gersemi, langstærsta óbyggða víðerni Evrópu sunnan heimskautsbaugs. Meginhluti þess hefur sem betur fer verið úrskurðaður ævarandi eign þjóðarinnar (sjá: www.obyggd.is ). Hálendi landsins er því ein allra stærsta auðlind landsins til langs tíma litið og er þó af mörgu að taka. En hvernig er þessari þjóðareign sinnt? Hvernig göngum við um þjóðlendurnar? Forsætisráðuneytið fer með umsjá þeirra og hefur einn starfsmann til að sinna málefnum sem tengjast þeim. Einnig er starfandi samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna þar sem fulltrúar nokkurra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga eiga sæti. Hlutverk nefndarinnar er að vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda (skáletrun SB) innan þjóðlendna, eins og segir á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Umsjón ríkisins með þjóðlendunum og þar með drjúgum hluta miðhálendisins er því mjög takmörkuð. Hún snýr ekki að verndun og sjálfbærri nýtingu þess, að því er virðist, heldur fyrst og fremst að því að ráðstafa réttindum til þeirra aðila sem eiga, eða telja sig eiga, ítök vegna ýmiskonar hlunninda og atvinnureksturs, beitar, veiða, vatnsréttinda, virkjana, útivistar og ferðamennsku. Hagsmunirnir eru miklir og vaxandi og margir sjá tækifæri. Ríkið/þjóðin á þetta land en ýmsir eru að ráðskast með það, stofnanir, sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklingar. Þjóðlendurnar á hálendinu eru í raun án hirðis og fyrir vikið ríkir þar víða stjórnleysi. Vega- og slóðakerfið er óburðugt, merkingar ýmist vantar eða eru ósamstæðar, verndaraðgerðir eru litlar sem engar, mannvirki rísa á ólíklegustu stöðum, fræðsla, landvarsla og löggæsla er í mýflugumynd og ferðamenn vita oft ekki sitt rjúkandi ráð. Það er löngu orðið tímabært að hugsa þessi mál upp á nýtt og fara að sinna hálendinu af þeirri fyrirhyggju og virðingu sem því ber. Hálendið er eitt af gulleggjum þjóðarinnar. Það þarf að skoða og meta sem eina heild, vernda sem heild, skipuleggja sem heild og sinna því sem heild í einni öflugri stofnun. Lítum til annarra þjóða, svo sem Norðmanna, Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna, hvernig þær sinna sínum þjóðlöndum. Lærum af þeim og látum heildarhagsmuni Íslendinga ráða för.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar