Hálendi án hirðis Snorri Baldursson skrifar 2. mars 2012 15:31 Í umhverfisráðuneyti er unnið að sameiningu stofnana sem sinna umsýslu friðlanda, þjóðgarða og hugsanlega þjóðskóga. Það er mikilvægur áfangi að því að samræma vörslu lands í þjóðareigu. En ekki má láta þar við sitja. Þjóðlendurnar á miðhálendi Íslands þurfa líka skjól í öflugri stofnun með sýn sem byggir á verndun og sjálfbærri nýtingu. Miðja landsins er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og eyðisöndum. Upp úr henni rísa bláhvítar jökulbreiður, snæviþakin eldfjöll, grænir móbergshryggir, formfagrar dyngjur og stapar. Inn á milli eru gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði og til jaðranna samfelldar grónar heiðar og friðsæl fiskivötn þar sem himbrimi og hávella syngja tregablandna fagnaðarsöngva til lífsins. "Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín" kvað Stephan G. Stephansson og fangaði í einni setningu galdur hálendisins og íslenska sumarsins. Þeir sem upplifa þennan galdur verða betri menn því þeir hafa skynjað alheimsandann, fegurðina og eilífðina. Það eru ekki margir staðir á eftir jörðinni sem hafa þennan sama kraft til að umbreyta fólki og óvíða komast vesturlandabúar í sambærilega snertingu við uppruna sinn. Hálendi Íslands er einstök gersemi, langstærsta óbyggða víðerni Evrópu sunnan heimskautsbaugs. Meginhluti þess hefur sem betur fer verið úrskurðaður ævarandi eign þjóðarinnar (sjá: www.obyggd.is ). Hálendi landsins er því ein allra stærsta auðlind landsins til langs tíma litið og er þó af mörgu að taka. En hvernig er þessari þjóðareign sinnt? Hvernig göngum við um þjóðlendurnar? Forsætisráðuneytið fer með umsjá þeirra og hefur einn starfsmann til að sinna málefnum sem tengjast þeim. Einnig er starfandi samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna þar sem fulltrúar nokkurra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga eiga sæti. Hlutverk nefndarinnar er að vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda (skáletrun SB) innan þjóðlendna, eins og segir á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Umsjón ríkisins með þjóðlendunum og þar með drjúgum hluta miðhálendisins er því mjög takmörkuð. Hún snýr ekki að verndun og sjálfbærri nýtingu þess, að því er virðist, heldur fyrst og fremst að því að ráðstafa réttindum til þeirra aðila sem eiga, eða telja sig eiga, ítök vegna ýmiskonar hlunninda og atvinnureksturs, beitar, veiða, vatnsréttinda, virkjana, útivistar og ferðamennsku. Hagsmunirnir eru miklir og vaxandi og margir sjá tækifæri. Ríkið/þjóðin á þetta land en ýmsir eru að ráðskast með það, stofnanir, sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklingar. Þjóðlendurnar á hálendinu eru í raun án hirðis og fyrir vikið ríkir þar víða stjórnleysi. Vega- og slóðakerfið er óburðugt, merkingar ýmist vantar eða eru ósamstæðar, verndaraðgerðir eru litlar sem engar, mannvirki rísa á ólíklegustu stöðum, fræðsla, landvarsla og löggæsla er í mýflugumynd og ferðamenn vita oft ekki sitt rjúkandi ráð. Það er löngu orðið tímabært að hugsa þessi mál upp á nýtt og fara að sinna hálendinu af þeirri fyrirhyggju og virðingu sem því ber. Hálendið er eitt af gulleggjum þjóðarinnar. Það þarf að skoða og meta sem eina heild, vernda sem heild, skipuleggja sem heild og sinna því sem heild í einni öflugri stofnun. Lítum til annarra þjóða, svo sem Norðmanna, Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna, hvernig þær sinna sínum þjóðlöndum. Lærum af þeim og látum heildarhagsmuni Íslendinga ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í umhverfisráðuneyti er unnið að sameiningu stofnana sem sinna umsýslu friðlanda, þjóðgarða og hugsanlega þjóðskóga. Það er mikilvægur áfangi að því að samræma vörslu lands í þjóðareigu. En ekki má láta þar við sitja. Þjóðlendurnar á miðhálendi Íslands þurfa líka skjól í öflugri stofnun með sýn sem byggir á verndun og sjálfbærri nýtingu. Miðja landsins er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og eyðisöndum. Upp úr henni rísa bláhvítar jökulbreiður, snæviþakin eldfjöll, grænir móbergshryggir, formfagrar dyngjur og stapar. Inn á milli eru gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði og til jaðranna samfelldar grónar heiðar og friðsæl fiskivötn þar sem himbrimi og hávella syngja tregablandna fagnaðarsöngva til lífsins. "Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín" kvað Stephan G. Stephansson og fangaði í einni setningu galdur hálendisins og íslenska sumarsins. Þeir sem upplifa þennan galdur verða betri menn því þeir hafa skynjað alheimsandann, fegurðina og eilífðina. Það eru ekki margir staðir á eftir jörðinni sem hafa þennan sama kraft til að umbreyta fólki og óvíða komast vesturlandabúar í sambærilega snertingu við uppruna sinn. Hálendi Íslands er einstök gersemi, langstærsta óbyggða víðerni Evrópu sunnan heimskautsbaugs. Meginhluti þess hefur sem betur fer verið úrskurðaður ævarandi eign þjóðarinnar (sjá: www.obyggd.is ). Hálendi landsins er því ein allra stærsta auðlind landsins til langs tíma litið og er þó af mörgu að taka. En hvernig er þessari þjóðareign sinnt? Hvernig göngum við um þjóðlendurnar? Forsætisráðuneytið fer með umsjá þeirra og hefur einn starfsmann til að sinna málefnum sem tengjast þeim. Einnig er starfandi samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna þar sem fulltrúar nokkurra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga eiga sæti. Hlutverk nefndarinnar er að vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda (skáletrun SB) innan þjóðlendna, eins og segir á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Umsjón ríkisins með þjóðlendunum og þar með drjúgum hluta miðhálendisins er því mjög takmörkuð. Hún snýr ekki að verndun og sjálfbærri nýtingu þess, að því er virðist, heldur fyrst og fremst að því að ráðstafa réttindum til þeirra aðila sem eiga, eða telja sig eiga, ítök vegna ýmiskonar hlunninda og atvinnureksturs, beitar, veiða, vatnsréttinda, virkjana, útivistar og ferðamennsku. Hagsmunirnir eru miklir og vaxandi og margir sjá tækifæri. Ríkið/þjóðin á þetta land en ýmsir eru að ráðskast með það, stofnanir, sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklingar. Þjóðlendurnar á hálendinu eru í raun án hirðis og fyrir vikið ríkir þar víða stjórnleysi. Vega- og slóðakerfið er óburðugt, merkingar ýmist vantar eða eru ósamstæðar, verndaraðgerðir eru litlar sem engar, mannvirki rísa á ólíklegustu stöðum, fræðsla, landvarsla og löggæsla er í mýflugumynd og ferðamenn vita oft ekki sitt rjúkandi ráð. Það er löngu orðið tímabært að hugsa þessi mál upp á nýtt og fara að sinna hálendinu af þeirri fyrirhyggju og virðingu sem því ber. Hálendið er eitt af gulleggjum þjóðarinnar. Það þarf að skoða og meta sem eina heild, vernda sem heild, skipuleggja sem heild og sinna því sem heild í einni öflugri stofnun. Lítum til annarra þjóða, svo sem Norðmanna, Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna, hvernig þær sinna sínum þjóðlöndum. Lærum af þeim og látum heildarhagsmuni Íslendinga ráða för.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar