Lífið

Þokkalega fleginn en ýkt flottur

myndir/cover media
Söngkonan Rihanna var glæsileg á Brit verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Þetta kvöld fór hún heim með verðlaunagrip í flokknum International Female Solo Artist eða alþjóðleg kvenkyns söngkona.  Í þessum flokki voru stórstjörnurnar Beyonce, Björk, Feist og Lady Gaga einnig tilnefndar.

Síður brúnn kjóllinn, skórnir og háir hanskarnir sem hún klæddist vöktu verðskuldaða athygli.

Þá má einnig sjá Rihönnu yfirgefa Mahiki næturklúbbinn í London seinna sama kvöld með sólgleraugu á nefinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.