Ætlar að hjóla maraþon lömuð fyrir neðan brjóst 22. febrúar 2012 13:17 Hinn 30. desember árið 2006 tók líf Örnu Sigríðar Albertsdóttur óvænta stefnu. Arna var í æfingaferð með hópi frá Skíðafélagi Ísafjarðar í Geilo í Noregi þegar hún fór út af skíðabrautinni og rakst á tré. Við áreksturinn brotnuðu þrír hryggjarliðir og Arna hlaut alvarlegan mænuskaða með þeim afleiðingum að hún er lömuð fyrir neðan brjóstkassa. Slysið átti sér stað á sömu slóðum og slys skíðakonunnar Fanneyjar Guðmundsóttur sem slasaðist í lok síðasta árs og segist Arna hafa fengið mikið áfall að heyra af þeim fréttum. Lífið hitti hina tuttugu og eins árs gömlu Örnu sem lætur ekkert stoppa sig í að lifa lífinu og ná risamarkmiðum sínum.Talað í kringum hlutina Arna man lítið sem ekkert eftir slysinu og rankaði fyrst við sér þegar hún var komin á spítala í Ósló. Í slysinu brotnuðu rifbein og bringubein, vinstri öxl tognaði illa, vinstri upphandleggur marðist og hún fékk innvortis blæðingar frá milta, sem kallaði á tvær aðgerðir. Sama dag og slysið varð fór hún í aðgerð til þess að stöðva blæðingar í miltanu og daginn eftir, þ.e. á gamlársdag, fór hún í aðgerð þar sem hryggurinn á henni var spengdur saman. „Það fyrsta sem ég man var að ég hafði enga tilfinningu í neðri hluta líkamans. Mér var sagt að það gæti brugðið til beggja vona og að mögulega myndi mænan jafna sig á átta mánuðum en mér var einnig sagt það mitt tilfelli liti illa út. Ég var auðvitað bara sextán ára og því talaði fólk svolítið í kringum hlutina. " Þegar í ljós kom að Arna myndi ekki ná sér og að um varanlega lömun var að ræða kom sjokkið. „Þetta var ekki auðvelt, allt í einu var allt breytt." Betra líf í höfuðborginni Arna hefur verið í sjúkraþjálfun frá því að slysið átti sér stað en það dugði henni ekki enda íþróttamanneskja mikil og því ákvað hún að taka málin í sínar hendur. Arna hefur verið búsett á Ísafirði meira og minna alla sína tíð en síðastliðið haust flutti hún til höfuðborgarinnar. „Ég gat svo lítið gert á Ísafirði og komst ekki einu sinni í ræktina út af hjólastólnum. Nú kemst ég allt og er því miklu duglegri að taka þátt í lífinu." Arna hafði samband við Fannar Karvel, þjálfara í Sporthúsinu, og sagði honum frá draumum sínum og markmiðum sem voru ekki af lakara taginu. Þau hófu umsvifalaust æfingar og í dag gerir Arna upphífingar nánast án allra hjálpar. „Þar sem ég er lömuð frá brjósti og niður get ég bara notað brot af þeim vöðvum sem aðrir nota í þessa æfingu svo að þetta var krefjandi verkefni."Ætlar að hjóla maraþon Vinur Örnu, Benni Sig tók sig til árið 2010 og safnaði fyrir handahjóli sem hún hefur notað mikið og síðasta sumar tókst henni að hjóla hálfmaraþon. Í sumar er markið svo sett á hvorki meira né minn en heilmaraþon. „Þar sem grunnbrennsla mín er töluvert minni en hjá öðru fólki þá þarf ég hafa mikið fyrir því að pumpa blóðinu. Þar af leiðandi er gott að setja sér háleit markmið til að halda þolþjálfuninni inni í æfingaprógramminu." Hún segir vissulega erfitt að hjóla svona langt en að hjólið sé þægilegt og að hún hlakki bara til. Getur illa hugsað sér að vera móðir í hjólastól Aðspurð um félagslífið hlær Arna og segir að það sé bara mjög mikið. „Ég á yndislegar vinkonur og við erum mjög duglegar að fara hingað og þangað saman og gera skemmtilega hluti, svo förum við líka stundum út að djamma og höfum gaman." Næst á dagskrá hjá Örnu er að klára stúdentinn en hún ákvað að taka sér frí frá námi þar sem hún átti erfitt með að einbeita sér að því á meðan á því erfiðasta stóð. „Þegar ég er búin með stúdentinn ætla ég mér svo beint í háskólann." Aðspurð hvernig henni gangi að sættast við örlögin segist hún líklega aldrei muni gera það. „Það að vera svona ung þegar þetta gerist er auðvitað erfitt og ég mun líklega aldrei sætta mig alveg við þessi örlög. Það er að mörgu að huga þegar kemur að framtíðinni eins og hvort ég muni eignast barn og svo framvegis. Möguleikinn að ganga með er vissulega fyrir hendi en hann er áhættusamur, en ég get bara illa ímyndað mér að vera móðir í hjólastól. Samt sem áður þekki ég til margra kvenna með mænuskaða sem hafa eignast börn sem er gott. Ég hugga mig hins vegar við það að nú er bara árið 2012 og innst inni vona ég að það finnist einhverjar lausnir og lækningar. Það heldur mér gangandi," segir þessi metnaðarfulla unga stúlka að lokum í viðtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins.Helga Arnar, fréttamaður birtir ítarlega umfjöllun um Örnu og líf hennar eftir slysið í Ísland í dag, annað kvöld klukkan 18:55. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Hinn 30. desember árið 2006 tók líf Örnu Sigríðar Albertsdóttur óvænta stefnu. Arna var í æfingaferð með hópi frá Skíðafélagi Ísafjarðar í Geilo í Noregi þegar hún fór út af skíðabrautinni og rakst á tré. Við áreksturinn brotnuðu þrír hryggjarliðir og Arna hlaut alvarlegan mænuskaða með þeim afleiðingum að hún er lömuð fyrir neðan brjóstkassa. Slysið átti sér stað á sömu slóðum og slys skíðakonunnar Fanneyjar Guðmundsóttur sem slasaðist í lok síðasta árs og segist Arna hafa fengið mikið áfall að heyra af þeim fréttum. Lífið hitti hina tuttugu og eins árs gömlu Örnu sem lætur ekkert stoppa sig í að lifa lífinu og ná risamarkmiðum sínum.Talað í kringum hlutina Arna man lítið sem ekkert eftir slysinu og rankaði fyrst við sér þegar hún var komin á spítala í Ósló. Í slysinu brotnuðu rifbein og bringubein, vinstri öxl tognaði illa, vinstri upphandleggur marðist og hún fékk innvortis blæðingar frá milta, sem kallaði á tvær aðgerðir. Sama dag og slysið varð fór hún í aðgerð til þess að stöðva blæðingar í miltanu og daginn eftir, þ.e. á gamlársdag, fór hún í aðgerð þar sem hryggurinn á henni var spengdur saman. „Það fyrsta sem ég man var að ég hafði enga tilfinningu í neðri hluta líkamans. Mér var sagt að það gæti brugðið til beggja vona og að mögulega myndi mænan jafna sig á átta mánuðum en mér var einnig sagt það mitt tilfelli liti illa út. Ég var auðvitað bara sextán ára og því talaði fólk svolítið í kringum hlutina. " Þegar í ljós kom að Arna myndi ekki ná sér og að um varanlega lömun var að ræða kom sjokkið. „Þetta var ekki auðvelt, allt í einu var allt breytt." Betra líf í höfuðborginni Arna hefur verið í sjúkraþjálfun frá því að slysið átti sér stað en það dugði henni ekki enda íþróttamanneskja mikil og því ákvað hún að taka málin í sínar hendur. Arna hefur verið búsett á Ísafirði meira og minna alla sína tíð en síðastliðið haust flutti hún til höfuðborgarinnar. „Ég gat svo lítið gert á Ísafirði og komst ekki einu sinni í ræktina út af hjólastólnum. Nú kemst ég allt og er því miklu duglegri að taka þátt í lífinu." Arna hafði samband við Fannar Karvel, þjálfara í Sporthúsinu, og sagði honum frá draumum sínum og markmiðum sem voru ekki af lakara taginu. Þau hófu umsvifalaust æfingar og í dag gerir Arna upphífingar nánast án allra hjálpar. „Þar sem ég er lömuð frá brjósti og niður get ég bara notað brot af þeim vöðvum sem aðrir nota í þessa æfingu svo að þetta var krefjandi verkefni."Ætlar að hjóla maraþon Vinur Örnu, Benni Sig tók sig til árið 2010 og safnaði fyrir handahjóli sem hún hefur notað mikið og síðasta sumar tókst henni að hjóla hálfmaraþon. Í sumar er markið svo sett á hvorki meira né minn en heilmaraþon. „Þar sem grunnbrennsla mín er töluvert minni en hjá öðru fólki þá þarf ég hafa mikið fyrir því að pumpa blóðinu. Þar af leiðandi er gott að setja sér háleit markmið til að halda þolþjálfuninni inni í æfingaprógramminu." Hún segir vissulega erfitt að hjóla svona langt en að hjólið sé þægilegt og að hún hlakki bara til. Getur illa hugsað sér að vera móðir í hjólastól Aðspurð um félagslífið hlær Arna og segir að það sé bara mjög mikið. „Ég á yndislegar vinkonur og við erum mjög duglegar að fara hingað og þangað saman og gera skemmtilega hluti, svo förum við líka stundum út að djamma og höfum gaman." Næst á dagskrá hjá Örnu er að klára stúdentinn en hún ákvað að taka sér frí frá námi þar sem hún átti erfitt með að einbeita sér að því á meðan á því erfiðasta stóð. „Þegar ég er búin með stúdentinn ætla ég mér svo beint í háskólann." Aðspurð hvernig henni gangi að sættast við örlögin segist hún líklega aldrei muni gera það. „Það að vera svona ung þegar þetta gerist er auðvitað erfitt og ég mun líklega aldrei sætta mig alveg við þessi örlög. Það er að mörgu að huga þegar kemur að framtíðinni eins og hvort ég muni eignast barn og svo framvegis. Möguleikinn að ganga með er vissulega fyrir hendi en hann er áhættusamur, en ég get bara illa ímyndað mér að vera móðir í hjólastól. Samt sem áður þekki ég til margra kvenna með mænuskaða sem hafa eignast börn sem er gott. Ég hugga mig hins vegar við það að nú er bara árið 2012 og innst inni vona ég að það finnist einhverjar lausnir og lækningar. Það heldur mér gangandi," segir þessi metnaðarfulla unga stúlka að lokum í viðtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins.Helga Arnar, fréttamaður birtir ítarlega umfjöllun um Örnu og líf hennar eftir slysið í Ísland í dag, annað kvöld klukkan 18:55.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira