Sagan af Jóni og Ingjaldi Halldór Gunnar Halldórsson skrifar 22. febrúar 2012 13:48 Ötull maður sem hét Jón bjó á ónefndum stað á landinu. Hann var iðinn og duglegur á allan hátt. Líkt og gengur hófst lífsbaráttan snemma. Vegna aðstöðu sinnar sá hann sér hag í því að eignast hest ungur að árum. Hann sá fram á að það myndi taka hann æði mörg ár að safna fyrir slíkri skeppnu. Það var þess vegna sem hann ákvað að leita til Ingjalds um lán. Ingjaldur var auðugur mjög. Mörgum líkaði hins vegar ekki vel við Ingjald og til voru margar ófagrar sögur um viðskipti hans við aðra sveitunga. En Jón dæmdi ekki fólk af sögu sögnum einum saman. Hann gat ekki séð hvernig einföld viðskipti við Ingjald gætu farið illa. Þannig fór að Jón hitti Ingjald og lagði tilboð á borðið. Jón fengi lánaða tvo hesta af Ingjaldi. Hann myndi greiða þrjá hesta til baka, einn hest á ári næstu þrjú árin. Jón sá fyrir sér að eftir þrjú ár og þrjú folöld myndi hann eiga hestana og njóta góðs af þeirri eign sinni og ávöxtum hennar þar eftir. Svo gerðist nokkuð óvænt. Það gekk yfir landið heilmikil hestapest. Helmingur allra hesta á landinu drapst, og þar á meðal annar hestanna hans Jóns. Með einn hest eftir hafði Jón ekki nokkur tök á því að „framleiða" folöld og gekk á fund Ingjalds. Jón sagði Ingjaldi hver staðan væri og vildi leyta lausna með lánadrottni sínum. Hann gæti hugsanlega fengið einn hest til lánaðan eða skilað þeim sem eftir var og greitt jafnvirði eins hests og hálfs til í vexti næstu árin. Ingjaldur setti upp samúðarsvip samtímis sem hann nuddaði hnúfa hægri handar með þeirri vinstri. „Jón minn, þú skuldar mér ekki lengur 2 hesta og einn í vexti. Nú skuldar þú mér 4 hesta og 2 í vexti. Veistu ekki að í dag eru til helmingi færri hestar á landinu og þar með er hver hestur 100% verðmætari. Svo ef þú vilt skila einum þá þarftu að greiða mér 3 hesta og 1,5 til í vexti." Jón bar þá við hvort að hesturinn sem hann vildi skila myndi ekki gilda sem 2 hestar. En Ingjaldur samþykkti það ekki þar sem Jón væri ekki enn búinn að greiða fyrir þann hest. Hann benti honum hins vegar á að hann gæti selt hestinn og komið með andvirði tveggja hesta í peningum. En báðir vissu þeir að það myndi aldrei ganga. Enginn var tilbúinn eða hafði ráð á að kaupa hest á tvöföldu verði. Jón skyldi nú þau varnaðar orð sem hann hafði heirt fleygt hér og þar fyrir þann dómsdag sem hann ákvað að eiga viðskipti við Ingjald. Eftir miklar tilraunir til samninga við Ingjald hélt Jón heim enn skuldugri með þriðja hestinn og kvíðahnút í maganum. Hvað gat hann gert annað en að reyna að bjarga sér úr þessari flækju? Nú skuldaði Jón 6 hesta og 3 í vexti. En hann fékk bara 3 og einn þeirra drapst. Hvernig í ósköpunum gat hann verið kominn í þessa stöðu? Skulda 9 hesta en eiga eingöngu 2. Árin liðu og Jón greiddi Ingjaldi eitt folald á ári. Enda þorði hann ekki öðru. Hann vissi að það væru til ömmur sem myndu líta á hann sem óreiðumann ef hann greiddi ekki af skuld sinni. Ýmislegt miður gott gerðist í gegnum árin. Það riðu yfir allslags hestapestir með reglulegu millibili. Skuld Jóns við Ingjald óx jafnt og þétt samhliða þessum áföllum svo ekkert var við ráðið. Til voru þeir sem grunuðu Ingjald um að standa á einn eða annan hátt að baki öllum þessum ófögnuði sem pestirnar voru. En því trúði Jón tæplega. Hann trúði ekki að þvílíkt samviskuleysi væri til. Þegar Jón afhenti síðasta folaldið var hann búinn að greiða Ingjaldi 47 hesta, en skuldaði honum þrátt fyrir það 83 til. Undir lok starfs æfinnar þegar Jón átti samkvæmt öllum eðlilegum kringumstæðum að vera búinn að ná smávægilegri eignamyndun með öllum sýnum dugnaði og ósérhlífni átti hann ekkert. Ekki baun í bala. Og hestarnir tveir voru til alls ónothæfir og með öllu verðlausir eftir þær raunir sem þeir máttu þola. Það var búið að hugsa fyrir því að Jón gæti séð um sig sjálfur á efri árum. Hluti tekna hans runnu í sjóð. Í sjóðnum réði Ingjaldur lögum og lofum. Sjóðurinn hafði lánað Ingjaldi fyrir hestakaupum í gegnum árin. En sá munur var á að Ingjaldur greiddi hest fyrir hest en ekki hesta fyrir hest eins og Jón. Þetta var réttur þeirra réttmeiri. Á endanum hafði sjóðurinn rýrnað svo mjög að ekkert var eftir fyrir Jón að sækja þegar líða tók á seinni hlutann. Jón endaði æfina stór skuldugur í herbergi með 50 öðrum á ónefndu elliheimili. Þetta var herbergi fyrir óreiðufólk. Eins og Jóni, hafði þessu fólki látið sér detta það í hug einu sinni á lífsleiðinni að fá lánaðan hest eða tvo. Allt þetta fólk hefði betur átt að einbeita sér að því að kaupa sér heimili. Griðastað fyrir sig og sína sem gæti svo nýst til ánægjulegs og tiltölulega áhyggjulauss æfikvelds. Ingjald skorti hins vegar ekkert þrátt fyrir að hann hafi lítið sem ekkert unnið alla sína æfi. Hann var umkringdur djásnum og orðum á sínu ævikveldi. Hesta Ingjalds erfðu börnin hans, ásamt uppáhalds húfunni og hestalána apparatinu. Hvað varð þá um skuld Jóns við Ingjald þegar þeir kvöddu okkur báðir? Jú, erfingjar Ingjalds afskrifuðu hátt í 100 hesta og fengu skatta afslátt í staðinn. Hver segir að ríkið sé ekki tilbúið að leggja sitt af mörkum umfram það að setja leikreglurnar? Halldór Gunnar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ötull maður sem hét Jón bjó á ónefndum stað á landinu. Hann var iðinn og duglegur á allan hátt. Líkt og gengur hófst lífsbaráttan snemma. Vegna aðstöðu sinnar sá hann sér hag í því að eignast hest ungur að árum. Hann sá fram á að það myndi taka hann æði mörg ár að safna fyrir slíkri skeppnu. Það var þess vegna sem hann ákvað að leita til Ingjalds um lán. Ingjaldur var auðugur mjög. Mörgum líkaði hins vegar ekki vel við Ingjald og til voru margar ófagrar sögur um viðskipti hans við aðra sveitunga. En Jón dæmdi ekki fólk af sögu sögnum einum saman. Hann gat ekki séð hvernig einföld viðskipti við Ingjald gætu farið illa. Þannig fór að Jón hitti Ingjald og lagði tilboð á borðið. Jón fengi lánaða tvo hesta af Ingjaldi. Hann myndi greiða þrjá hesta til baka, einn hest á ári næstu þrjú árin. Jón sá fyrir sér að eftir þrjú ár og þrjú folöld myndi hann eiga hestana og njóta góðs af þeirri eign sinni og ávöxtum hennar þar eftir. Svo gerðist nokkuð óvænt. Það gekk yfir landið heilmikil hestapest. Helmingur allra hesta á landinu drapst, og þar á meðal annar hestanna hans Jóns. Með einn hest eftir hafði Jón ekki nokkur tök á því að „framleiða" folöld og gekk á fund Ingjalds. Jón sagði Ingjaldi hver staðan væri og vildi leyta lausna með lánadrottni sínum. Hann gæti hugsanlega fengið einn hest til lánaðan eða skilað þeim sem eftir var og greitt jafnvirði eins hests og hálfs til í vexti næstu árin. Ingjaldur setti upp samúðarsvip samtímis sem hann nuddaði hnúfa hægri handar með þeirri vinstri. „Jón minn, þú skuldar mér ekki lengur 2 hesta og einn í vexti. Nú skuldar þú mér 4 hesta og 2 í vexti. Veistu ekki að í dag eru til helmingi færri hestar á landinu og þar með er hver hestur 100% verðmætari. Svo ef þú vilt skila einum þá þarftu að greiða mér 3 hesta og 1,5 til í vexti." Jón bar þá við hvort að hesturinn sem hann vildi skila myndi ekki gilda sem 2 hestar. En Ingjaldur samþykkti það ekki þar sem Jón væri ekki enn búinn að greiða fyrir þann hest. Hann benti honum hins vegar á að hann gæti selt hestinn og komið með andvirði tveggja hesta í peningum. En báðir vissu þeir að það myndi aldrei ganga. Enginn var tilbúinn eða hafði ráð á að kaupa hest á tvöföldu verði. Jón skyldi nú þau varnaðar orð sem hann hafði heirt fleygt hér og þar fyrir þann dómsdag sem hann ákvað að eiga viðskipti við Ingjald. Eftir miklar tilraunir til samninga við Ingjald hélt Jón heim enn skuldugri með þriðja hestinn og kvíðahnút í maganum. Hvað gat hann gert annað en að reyna að bjarga sér úr þessari flækju? Nú skuldaði Jón 6 hesta og 3 í vexti. En hann fékk bara 3 og einn þeirra drapst. Hvernig í ósköpunum gat hann verið kominn í þessa stöðu? Skulda 9 hesta en eiga eingöngu 2. Árin liðu og Jón greiddi Ingjaldi eitt folald á ári. Enda þorði hann ekki öðru. Hann vissi að það væru til ömmur sem myndu líta á hann sem óreiðumann ef hann greiddi ekki af skuld sinni. Ýmislegt miður gott gerðist í gegnum árin. Það riðu yfir allslags hestapestir með reglulegu millibili. Skuld Jóns við Ingjald óx jafnt og þétt samhliða þessum áföllum svo ekkert var við ráðið. Til voru þeir sem grunuðu Ingjald um að standa á einn eða annan hátt að baki öllum þessum ófögnuði sem pestirnar voru. En því trúði Jón tæplega. Hann trúði ekki að þvílíkt samviskuleysi væri til. Þegar Jón afhenti síðasta folaldið var hann búinn að greiða Ingjaldi 47 hesta, en skuldaði honum þrátt fyrir það 83 til. Undir lok starfs æfinnar þegar Jón átti samkvæmt öllum eðlilegum kringumstæðum að vera búinn að ná smávægilegri eignamyndun með öllum sýnum dugnaði og ósérhlífni átti hann ekkert. Ekki baun í bala. Og hestarnir tveir voru til alls ónothæfir og með öllu verðlausir eftir þær raunir sem þeir máttu þola. Það var búið að hugsa fyrir því að Jón gæti séð um sig sjálfur á efri árum. Hluti tekna hans runnu í sjóð. Í sjóðnum réði Ingjaldur lögum og lofum. Sjóðurinn hafði lánað Ingjaldi fyrir hestakaupum í gegnum árin. En sá munur var á að Ingjaldur greiddi hest fyrir hest en ekki hesta fyrir hest eins og Jón. Þetta var réttur þeirra réttmeiri. Á endanum hafði sjóðurinn rýrnað svo mjög að ekkert var eftir fyrir Jón að sækja þegar líða tók á seinni hlutann. Jón endaði æfina stór skuldugur í herbergi með 50 öðrum á ónefndu elliheimili. Þetta var herbergi fyrir óreiðufólk. Eins og Jóni, hafði þessu fólki látið sér detta það í hug einu sinni á lífsleiðinni að fá lánaðan hest eða tvo. Allt þetta fólk hefði betur átt að einbeita sér að því að kaupa sér heimili. Griðastað fyrir sig og sína sem gæti svo nýst til ánægjulegs og tiltölulega áhyggjulauss æfikvelds. Ingjald skorti hins vegar ekkert þrátt fyrir að hann hafi lítið sem ekkert unnið alla sína æfi. Hann var umkringdur djásnum og orðum á sínu ævikveldi. Hesta Ingjalds erfðu börnin hans, ásamt uppáhalds húfunni og hestalána apparatinu. Hvað varð þá um skuld Jóns við Ingjald þegar þeir kvöddu okkur báðir? Jú, erfingjar Ingjalds afskrifuðu hátt í 100 hesta og fengu skatta afslátt í staðinn. Hver segir að ríkið sé ekki tilbúið að leggja sitt af mörkum umfram það að setja leikreglurnar? Halldór Gunnar Halldórsson
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar