Að skilja önnur sjónarmið Árni Arnþórsson skrifar 27. febrúar 2012 11:42 Nýlega voru birtar greinar hér í Fréttablaðinu hvað varðar skilning á mismunandi þjóðum og venjum þeirra. Hér hafði kona talað fyrirlitlega um þjóð í Afríku og var svarað af manni frá þeirri þjóð. Slíkar umræður eru afar algengar, sérstaklega þegar að birtar eru opinberlega skoðanir sem oft eru byggðar á vankunnáttu og misskilningi. Þegar við dæmum hegðun annarra þá byggjum við þá skoðun á okkar bakgrunni og hvernig við vöndumst hlutum í okkar fjölskyldu, félagshópi, og þjóð. Ég var í matvöruverslun hér í Reykjavík um daginn og ung kona teygði sig fram fyrir mig til að ná í mjólkurpottinn sinn. Til þess þurfti hún að fara fram fyrir mig, og og ég neyddist til að bakka svo að hún myndi ekki rekast í mig. Það var engin afsökun í boði eða beiðni til mín um að hjálpa henni til með að færa mig. Hún var afskaplega góð og auðmjúk þegar ég benti henni á að orðið ´afsakið´ hefði líklega verið í lagi að nota í þessu tilfelli. Í flestum löndum sem ég hef farið til og búið í þá hefði hegðun konunnar verið talin dónaskapur. Hér á landi er svona hegðun talin nánast sjálfsögð. Ég get gefið nokkur dæmi um hegðun sem telst eðlileg einhvers staðar í heiminum sem okkur íslendingum fyndi skrítin. Á Spáni er algengt að menn búi hjá foreldrum vel fram yfir þrítugt. Á Ítalíu er algengt að sjá fullorðna (gagnkynhneigða) menn haldast í hendur. Konur ganga 2-3 skrefum á eftir mönnum í Saudi- Arabíu. Þetta allt þætti ekki eðlilegt hér og myndu margir kannski mótmæla ef svo væri. Foreldrar með þrítugan mann inn á sér væru vafalaust að leggja á ráð um hvernig ætti að losna við drenginn. Því miður er það algengt að við byggjum okkar skoðanir á okkar eigin bakgrunni. Það sem gleymist er að þurfum að vera tilbúin að setja slíkar skoðanir til hliðar og dæma ekki þegar við heimsækjum framandi samfélag. Það er í raun ekki flókið að taka þessi skref. Ef að þú sérð eitthvað sem er framandi þá ber að hafa eftirfarandi í huga:Það sem er að gerast get ég ekki skiliðÞað sem er að gerast ÞARF ég ekki að skiljaÞað sem er að gerast er ekki mér viðkomandiÞað sem er að gerast hefur sína skýringu Ég hef oft tekið þátt í eða stjórnað þjálfun fyrir alþjóða fyrirtæki sem senda starfsmenn sína til annarra landa. Þeir starfsmenn fá þá að læra hvernig bregðast beri við staðháttum og hegðun sem kann að vera framandi. Því miður er allt of lítið gert í því að þjálfa fólk á slíkan hátt og einnig að gera slíkan lærdóm að venju í framhaldsskólum. Það er til dæmis sjaldan gert í viðskiptanámi í háskólum víða um heim. Þetta er ótrúleg yfirsjá þegar alþjóðleg viðskipti eru svo algeng. Það er sem mikilvægast í þessu sambandi er að læra að dæma ekki orð og hegðun sem er framandi. Það felst sérstaklega í því að þurfa ekki að svala þeirri þörf að skilja alllt sem er í kringum okkur. Ég hef búið lengi í Bandaríkjunum og ef að er eitt sem ég mun aldrei skilja eru samskipti svartra og hvítra. Ég get skoðað og þekkt marga hluti hvað þetta varðar og hegða mér skynsamlega eftir því, en sá skilningur sem ég hef ekki byggist á þeirri staðreynd að ég ólst ekki upp við og lifði ekki þessa reynslu sem svartir eða hvítir Bandaríkjamenn gerðu frá blautu barnsbeini. Ég er sáttur við þessa takmörkun og reyni að dæma ekki þá hegðun sem stundum er mér óskiljanleg. Það sama á við þegar við fáum fólk fra framandi löndum til okkar. Þa ðer ekki hægt, og í raun óréttlátt, að búast við því að fólk láti af öllum sínum siðum og hegðunum sem það hefur alist upp við. Það kann að vera að það þúrfi að gera ákveðna hluti til að aðlagast nýju þjóðfélagi og er það sj´lfgefið að fólk þarf að finna sig vel í nýju þjóðfélagi til að líða vel. En við eigum ekki að krefja þetta fólk til breytinga sem eru ekki í samræmi við allt sem au þekkja. Það má með lagni og skilningi finna meðal leið sem er réttlát og sanngjörn. Það krefst skilnings og þolinmæði til að takist vel til. Því miður hefur okkar heimi farið hrakandi hvað þetta varðar. Síðan 9-11 hryðjuverkin voru framin hafa fordómar og hræðsla tekið yfir. Þetta hefur aukist um mun undafarin ár þar sem blöndun á menningum hafa farið fram bæði vegna mannflutninga og eins vegna nettengingar um allan heim. Sem dæmi má nefna bann við andlitsblæjum í Frakklandi og víðar. En á hverjum degi fáum við tækifæri að sýna okkar bestu hliðar. Það gerist einungis ef að við erum opin fyrir nýjum reynslum án fordóma og hræðslu, og brosa þegar við sjáum eitthvað framandi vitandi að slíkt er tækifæri fyrir okkur að læra eitthvað nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru birtar greinar hér í Fréttablaðinu hvað varðar skilning á mismunandi þjóðum og venjum þeirra. Hér hafði kona talað fyrirlitlega um þjóð í Afríku og var svarað af manni frá þeirri þjóð. Slíkar umræður eru afar algengar, sérstaklega þegar að birtar eru opinberlega skoðanir sem oft eru byggðar á vankunnáttu og misskilningi. Þegar við dæmum hegðun annarra þá byggjum við þá skoðun á okkar bakgrunni og hvernig við vöndumst hlutum í okkar fjölskyldu, félagshópi, og þjóð. Ég var í matvöruverslun hér í Reykjavík um daginn og ung kona teygði sig fram fyrir mig til að ná í mjólkurpottinn sinn. Til þess þurfti hún að fara fram fyrir mig, og og ég neyddist til að bakka svo að hún myndi ekki rekast í mig. Það var engin afsökun í boði eða beiðni til mín um að hjálpa henni til með að færa mig. Hún var afskaplega góð og auðmjúk þegar ég benti henni á að orðið ´afsakið´ hefði líklega verið í lagi að nota í þessu tilfelli. Í flestum löndum sem ég hef farið til og búið í þá hefði hegðun konunnar verið talin dónaskapur. Hér á landi er svona hegðun talin nánast sjálfsögð. Ég get gefið nokkur dæmi um hegðun sem telst eðlileg einhvers staðar í heiminum sem okkur íslendingum fyndi skrítin. Á Spáni er algengt að menn búi hjá foreldrum vel fram yfir þrítugt. Á Ítalíu er algengt að sjá fullorðna (gagnkynhneigða) menn haldast í hendur. Konur ganga 2-3 skrefum á eftir mönnum í Saudi- Arabíu. Þetta allt þætti ekki eðlilegt hér og myndu margir kannski mótmæla ef svo væri. Foreldrar með þrítugan mann inn á sér væru vafalaust að leggja á ráð um hvernig ætti að losna við drenginn. Því miður er það algengt að við byggjum okkar skoðanir á okkar eigin bakgrunni. Það sem gleymist er að þurfum að vera tilbúin að setja slíkar skoðanir til hliðar og dæma ekki þegar við heimsækjum framandi samfélag. Það er í raun ekki flókið að taka þessi skref. Ef að þú sérð eitthvað sem er framandi þá ber að hafa eftirfarandi í huga:Það sem er að gerast get ég ekki skiliðÞað sem er að gerast ÞARF ég ekki að skiljaÞað sem er að gerast er ekki mér viðkomandiÞað sem er að gerast hefur sína skýringu Ég hef oft tekið þátt í eða stjórnað þjálfun fyrir alþjóða fyrirtæki sem senda starfsmenn sína til annarra landa. Þeir starfsmenn fá þá að læra hvernig bregðast beri við staðháttum og hegðun sem kann að vera framandi. Því miður er allt of lítið gert í því að þjálfa fólk á slíkan hátt og einnig að gera slíkan lærdóm að venju í framhaldsskólum. Það er til dæmis sjaldan gert í viðskiptanámi í háskólum víða um heim. Þetta er ótrúleg yfirsjá þegar alþjóðleg viðskipti eru svo algeng. Það er sem mikilvægast í þessu sambandi er að læra að dæma ekki orð og hegðun sem er framandi. Það felst sérstaklega í því að þurfa ekki að svala þeirri þörf að skilja alllt sem er í kringum okkur. Ég hef búið lengi í Bandaríkjunum og ef að er eitt sem ég mun aldrei skilja eru samskipti svartra og hvítra. Ég get skoðað og þekkt marga hluti hvað þetta varðar og hegða mér skynsamlega eftir því, en sá skilningur sem ég hef ekki byggist á þeirri staðreynd að ég ólst ekki upp við og lifði ekki þessa reynslu sem svartir eða hvítir Bandaríkjamenn gerðu frá blautu barnsbeini. Ég er sáttur við þessa takmörkun og reyni að dæma ekki þá hegðun sem stundum er mér óskiljanleg. Það sama á við þegar við fáum fólk fra framandi löndum til okkar. Þa ðer ekki hægt, og í raun óréttlátt, að búast við því að fólk láti af öllum sínum siðum og hegðunum sem það hefur alist upp við. Það kann að vera að það þúrfi að gera ákveðna hluti til að aðlagast nýju þjóðfélagi og er það sj´lfgefið að fólk þarf að finna sig vel í nýju þjóðfélagi til að líða vel. En við eigum ekki að krefja þetta fólk til breytinga sem eru ekki í samræmi við allt sem au þekkja. Það má með lagni og skilningi finna meðal leið sem er réttlát og sanngjörn. Það krefst skilnings og þolinmæði til að takist vel til. Því miður hefur okkar heimi farið hrakandi hvað þetta varðar. Síðan 9-11 hryðjuverkin voru framin hafa fordómar og hræðsla tekið yfir. Þetta hefur aukist um mun undafarin ár þar sem blöndun á menningum hafa farið fram bæði vegna mannflutninga og eins vegna nettengingar um allan heim. Sem dæmi má nefna bann við andlitsblæjum í Frakklandi og víðar. En á hverjum degi fáum við tækifæri að sýna okkar bestu hliðar. Það gerist einungis ef að við erum opin fyrir nýjum reynslum án fordóma og hræðslu, og brosa þegar við sjáum eitthvað framandi vitandi að slíkt er tækifæri fyrir okkur að læra eitthvað nýtt.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar