Að skilja önnur sjónarmið Árni Arnþórsson skrifar 27. febrúar 2012 11:42 Nýlega voru birtar greinar hér í Fréttablaðinu hvað varðar skilning á mismunandi þjóðum og venjum þeirra. Hér hafði kona talað fyrirlitlega um þjóð í Afríku og var svarað af manni frá þeirri þjóð. Slíkar umræður eru afar algengar, sérstaklega þegar að birtar eru opinberlega skoðanir sem oft eru byggðar á vankunnáttu og misskilningi. Þegar við dæmum hegðun annarra þá byggjum við þá skoðun á okkar bakgrunni og hvernig við vöndumst hlutum í okkar fjölskyldu, félagshópi, og þjóð. Ég var í matvöruverslun hér í Reykjavík um daginn og ung kona teygði sig fram fyrir mig til að ná í mjólkurpottinn sinn. Til þess þurfti hún að fara fram fyrir mig, og og ég neyddist til að bakka svo að hún myndi ekki rekast í mig. Það var engin afsökun í boði eða beiðni til mín um að hjálpa henni til með að færa mig. Hún var afskaplega góð og auðmjúk þegar ég benti henni á að orðið ´afsakið´ hefði líklega verið í lagi að nota í þessu tilfelli. Í flestum löndum sem ég hef farið til og búið í þá hefði hegðun konunnar verið talin dónaskapur. Hér á landi er svona hegðun talin nánast sjálfsögð. Ég get gefið nokkur dæmi um hegðun sem telst eðlileg einhvers staðar í heiminum sem okkur íslendingum fyndi skrítin. Á Spáni er algengt að menn búi hjá foreldrum vel fram yfir þrítugt. Á Ítalíu er algengt að sjá fullorðna (gagnkynhneigða) menn haldast í hendur. Konur ganga 2-3 skrefum á eftir mönnum í Saudi- Arabíu. Þetta allt þætti ekki eðlilegt hér og myndu margir kannski mótmæla ef svo væri. Foreldrar með þrítugan mann inn á sér væru vafalaust að leggja á ráð um hvernig ætti að losna við drenginn. Því miður er það algengt að við byggjum okkar skoðanir á okkar eigin bakgrunni. Það sem gleymist er að þurfum að vera tilbúin að setja slíkar skoðanir til hliðar og dæma ekki þegar við heimsækjum framandi samfélag. Það er í raun ekki flókið að taka þessi skref. Ef að þú sérð eitthvað sem er framandi þá ber að hafa eftirfarandi í huga:Það sem er að gerast get ég ekki skiliðÞað sem er að gerast ÞARF ég ekki að skiljaÞað sem er að gerast er ekki mér viðkomandiÞað sem er að gerast hefur sína skýringu Ég hef oft tekið þátt í eða stjórnað þjálfun fyrir alþjóða fyrirtæki sem senda starfsmenn sína til annarra landa. Þeir starfsmenn fá þá að læra hvernig bregðast beri við staðháttum og hegðun sem kann að vera framandi. Því miður er allt of lítið gert í því að þjálfa fólk á slíkan hátt og einnig að gera slíkan lærdóm að venju í framhaldsskólum. Það er til dæmis sjaldan gert í viðskiptanámi í háskólum víða um heim. Þetta er ótrúleg yfirsjá þegar alþjóðleg viðskipti eru svo algeng. Það er sem mikilvægast í þessu sambandi er að læra að dæma ekki orð og hegðun sem er framandi. Það felst sérstaklega í því að þurfa ekki að svala þeirri þörf að skilja alllt sem er í kringum okkur. Ég hef búið lengi í Bandaríkjunum og ef að er eitt sem ég mun aldrei skilja eru samskipti svartra og hvítra. Ég get skoðað og þekkt marga hluti hvað þetta varðar og hegða mér skynsamlega eftir því, en sá skilningur sem ég hef ekki byggist á þeirri staðreynd að ég ólst ekki upp við og lifði ekki þessa reynslu sem svartir eða hvítir Bandaríkjamenn gerðu frá blautu barnsbeini. Ég er sáttur við þessa takmörkun og reyni að dæma ekki þá hegðun sem stundum er mér óskiljanleg. Það sama á við þegar við fáum fólk fra framandi löndum til okkar. Þa ðer ekki hægt, og í raun óréttlátt, að búast við því að fólk láti af öllum sínum siðum og hegðunum sem það hefur alist upp við. Það kann að vera að það þúrfi að gera ákveðna hluti til að aðlagast nýju þjóðfélagi og er það sj´lfgefið að fólk þarf að finna sig vel í nýju þjóðfélagi til að líða vel. En við eigum ekki að krefja þetta fólk til breytinga sem eru ekki í samræmi við allt sem au þekkja. Það má með lagni og skilningi finna meðal leið sem er réttlát og sanngjörn. Það krefst skilnings og þolinmæði til að takist vel til. Því miður hefur okkar heimi farið hrakandi hvað þetta varðar. Síðan 9-11 hryðjuverkin voru framin hafa fordómar og hræðsla tekið yfir. Þetta hefur aukist um mun undafarin ár þar sem blöndun á menningum hafa farið fram bæði vegna mannflutninga og eins vegna nettengingar um allan heim. Sem dæmi má nefna bann við andlitsblæjum í Frakklandi og víðar. En á hverjum degi fáum við tækifæri að sýna okkar bestu hliðar. Það gerist einungis ef að við erum opin fyrir nýjum reynslum án fordóma og hræðslu, og brosa þegar við sjáum eitthvað framandi vitandi að slíkt er tækifæri fyrir okkur að læra eitthvað nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru birtar greinar hér í Fréttablaðinu hvað varðar skilning á mismunandi þjóðum og venjum þeirra. Hér hafði kona talað fyrirlitlega um þjóð í Afríku og var svarað af manni frá þeirri þjóð. Slíkar umræður eru afar algengar, sérstaklega þegar að birtar eru opinberlega skoðanir sem oft eru byggðar á vankunnáttu og misskilningi. Þegar við dæmum hegðun annarra þá byggjum við þá skoðun á okkar bakgrunni og hvernig við vöndumst hlutum í okkar fjölskyldu, félagshópi, og þjóð. Ég var í matvöruverslun hér í Reykjavík um daginn og ung kona teygði sig fram fyrir mig til að ná í mjólkurpottinn sinn. Til þess þurfti hún að fara fram fyrir mig, og og ég neyddist til að bakka svo að hún myndi ekki rekast í mig. Það var engin afsökun í boði eða beiðni til mín um að hjálpa henni til með að færa mig. Hún var afskaplega góð og auðmjúk þegar ég benti henni á að orðið ´afsakið´ hefði líklega verið í lagi að nota í þessu tilfelli. Í flestum löndum sem ég hef farið til og búið í þá hefði hegðun konunnar verið talin dónaskapur. Hér á landi er svona hegðun talin nánast sjálfsögð. Ég get gefið nokkur dæmi um hegðun sem telst eðlileg einhvers staðar í heiminum sem okkur íslendingum fyndi skrítin. Á Spáni er algengt að menn búi hjá foreldrum vel fram yfir þrítugt. Á Ítalíu er algengt að sjá fullorðna (gagnkynhneigða) menn haldast í hendur. Konur ganga 2-3 skrefum á eftir mönnum í Saudi- Arabíu. Þetta allt þætti ekki eðlilegt hér og myndu margir kannski mótmæla ef svo væri. Foreldrar með þrítugan mann inn á sér væru vafalaust að leggja á ráð um hvernig ætti að losna við drenginn. Því miður er það algengt að við byggjum okkar skoðanir á okkar eigin bakgrunni. Það sem gleymist er að þurfum að vera tilbúin að setja slíkar skoðanir til hliðar og dæma ekki þegar við heimsækjum framandi samfélag. Það er í raun ekki flókið að taka þessi skref. Ef að þú sérð eitthvað sem er framandi þá ber að hafa eftirfarandi í huga:Það sem er að gerast get ég ekki skiliðÞað sem er að gerast ÞARF ég ekki að skiljaÞað sem er að gerast er ekki mér viðkomandiÞað sem er að gerast hefur sína skýringu Ég hef oft tekið þátt í eða stjórnað þjálfun fyrir alþjóða fyrirtæki sem senda starfsmenn sína til annarra landa. Þeir starfsmenn fá þá að læra hvernig bregðast beri við staðháttum og hegðun sem kann að vera framandi. Því miður er allt of lítið gert í því að þjálfa fólk á slíkan hátt og einnig að gera slíkan lærdóm að venju í framhaldsskólum. Það er til dæmis sjaldan gert í viðskiptanámi í háskólum víða um heim. Þetta er ótrúleg yfirsjá þegar alþjóðleg viðskipti eru svo algeng. Það er sem mikilvægast í þessu sambandi er að læra að dæma ekki orð og hegðun sem er framandi. Það felst sérstaklega í því að þurfa ekki að svala þeirri þörf að skilja alllt sem er í kringum okkur. Ég hef búið lengi í Bandaríkjunum og ef að er eitt sem ég mun aldrei skilja eru samskipti svartra og hvítra. Ég get skoðað og þekkt marga hluti hvað þetta varðar og hegða mér skynsamlega eftir því, en sá skilningur sem ég hef ekki byggist á þeirri staðreynd að ég ólst ekki upp við og lifði ekki þessa reynslu sem svartir eða hvítir Bandaríkjamenn gerðu frá blautu barnsbeini. Ég er sáttur við þessa takmörkun og reyni að dæma ekki þá hegðun sem stundum er mér óskiljanleg. Það sama á við þegar við fáum fólk fra framandi löndum til okkar. Þa ðer ekki hægt, og í raun óréttlátt, að búast við því að fólk láti af öllum sínum siðum og hegðunum sem það hefur alist upp við. Það kann að vera að það þúrfi að gera ákveðna hluti til að aðlagast nýju þjóðfélagi og er það sj´lfgefið að fólk þarf að finna sig vel í nýju þjóðfélagi til að líða vel. En við eigum ekki að krefja þetta fólk til breytinga sem eru ekki í samræmi við allt sem au þekkja. Það má með lagni og skilningi finna meðal leið sem er réttlát og sanngjörn. Það krefst skilnings og þolinmæði til að takist vel til. Því miður hefur okkar heimi farið hrakandi hvað þetta varðar. Síðan 9-11 hryðjuverkin voru framin hafa fordómar og hræðsla tekið yfir. Þetta hefur aukist um mun undafarin ár þar sem blöndun á menningum hafa farið fram bæði vegna mannflutninga og eins vegna nettengingar um allan heim. Sem dæmi má nefna bann við andlitsblæjum í Frakklandi og víðar. En á hverjum degi fáum við tækifæri að sýna okkar bestu hliðar. Það gerist einungis ef að við erum opin fyrir nýjum reynslum án fordóma og hræðslu, og brosa þegar við sjáum eitthvað framandi vitandi að slíkt er tækifæri fyrir okkur að læra eitthvað nýtt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar