Sagan af litla gula hagkerfinu Kristinn Örn Torfason skrifar 27. febrúar 2012 11:45 Margir hafa uppi stór orð um hugmyndir Lilju Mósesdóttur þessa dagana - ansi löng og fyrirferðamikil orð eins og „lýðskrumari" og „bullhagfræðingur." Sem betur fer fyrir þann er hér ritar, eru slík orð löng og mikil um sig þannig að höfundi finnst hann hafa úr talsverðu að moða og jafnvel eiga möguleika á að skilja orðin. Sá er hér ritar á oft erfitt með að skilja virkilega stór orð - þung orð eins og „guð," „ást" og „líf" svo eitthvað sé nefnt. Undirritaður getur því miður ekki talist til „bullhagfræðinga" - hefur enda enga formlega menntun hvað hagfræði varðar af nokkru tagi. Hvar er hægt að læra að vera „lýðskrumari," og hvað ætli orðið þýði nákvæmlega? Er það grein innan hagfræðinnar? Í fávisku sinni sest sá er hér ritar í þægilegan stól og hugsar svolitla stund. Hann myndast við að beita nokkru sem gjarna er kallað hugsuð tilraun. Það er mikilvægt að vanda sig við að hugsa, og freista þess að einfalda hlutina eitthvað til þess að komast nær kjarna málanna. Tilrauninin verður að upprifjun og vangaveltum yfir lítilli sögu sem höfundur heyrði einhvern tíma. Sagan var nokkurn vegin svona : Ferðalangur kemur í þorp nokkurt, og gengur inn á gistiheimilið á staðnum. Hann hittir að máli gestgjafann og beiðist gistingar. Gestgjafinn tekur honum fagnandi, enda nægt laust rými fyrir ferðalanginn. Gistingin kostar 100 gulur, og greiðir ferðalangurinn gestfjafanum fyrir gistinguna. Þessu næst segist ferðalangurinn ætla að fara í gönguferð um þorpið að finna leiði í kirkjugarðinum og sýna vini sínum sem þar er grafinn virðingu sína. Eftir að hafa sagt ferðalanginum til vegar, fer gestgjafinn að hitta smiðinn. Hann borgar smiðnum 100 gulu skuldina fyrir vinnu við endurbætur á gistiheimilinu. Smiðurinn er himinlifandi og fer til endurskoðandans og borgar honum 100 gulu skuldina sem hafði orðið til þegar bókhald smiðsins var lagfært. Endurskoðandinn fer beina leið til gestgjafans og borgar honum 100 gulu skuldina fyrir aðstöðuna þegar hann hélt héraðsnámskeiðið í bókfærslu. Nokkru síðar kemur ferðalangurinn úr labbitúrnum. Hann útskýrir fyrir gestgjafanum að hann hafi farið þorpavillt - að vinur hans sé jarðsettur í næsta þorpi, og biður gestgjafann að endurgreiða sér gistinguna. Gestgjafanum fannst það sjálfsagt og endurgreiðir ferðalangnum 100 gulurnar hans. Ferðalangurinn kveður þessu næst með virktum og hverfur á braut. Eftir standa gestgjafinn, smiðurinn og endurskoðandinn - allir skuldlausir. Litla gula hagkerfi þorpsins þeirra er skyndilega laust við skuldir eftir stutta viðkomu ferðalangsins. Sá er hér ritar er alls ekki hagfræðingur, hvað þá „bullhagfræðingur," heldur aðeins fyrstaársnemi í heimspeki - á öðru misseri náms sem er með eindæmum áhugavert og nærandi. Það væri hyggilegt fyrir lesandann að taka því sem hér er ritað á gagnrýninn hátt, og jafnvel eyða svolitlum tíma sjálfur í að hugsa vandlega um þessa litlu sögu í því skyni að velta fyrir sér hvort einhver boðskapur gæti leynst í henni. Hver veit, máske gæti eihver alvöru hagfræðingur haft eitthvað um þennan litla pistil að segja, og frætt okkur hin sem erum ekki hagfræðingar eitthvað nánar um hvað í þessari litlu sögu felst. Kristinn Örn Torfason, heimspekinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Margir hafa uppi stór orð um hugmyndir Lilju Mósesdóttur þessa dagana - ansi löng og fyrirferðamikil orð eins og „lýðskrumari" og „bullhagfræðingur." Sem betur fer fyrir þann er hér ritar, eru slík orð löng og mikil um sig þannig að höfundi finnst hann hafa úr talsverðu að moða og jafnvel eiga möguleika á að skilja orðin. Sá er hér ritar á oft erfitt með að skilja virkilega stór orð - þung orð eins og „guð," „ást" og „líf" svo eitthvað sé nefnt. Undirritaður getur því miður ekki talist til „bullhagfræðinga" - hefur enda enga formlega menntun hvað hagfræði varðar af nokkru tagi. Hvar er hægt að læra að vera „lýðskrumari," og hvað ætli orðið þýði nákvæmlega? Er það grein innan hagfræðinnar? Í fávisku sinni sest sá er hér ritar í þægilegan stól og hugsar svolitla stund. Hann myndast við að beita nokkru sem gjarna er kallað hugsuð tilraun. Það er mikilvægt að vanda sig við að hugsa, og freista þess að einfalda hlutina eitthvað til þess að komast nær kjarna málanna. Tilrauninin verður að upprifjun og vangaveltum yfir lítilli sögu sem höfundur heyrði einhvern tíma. Sagan var nokkurn vegin svona : Ferðalangur kemur í þorp nokkurt, og gengur inn á gistiheimilið á staðnum. Hann hittir að máli gestgjafann og beiðist gistingar. Gestgjafinn tekur honum fagnandi, enda nægt laust rými fyrir ferðalanginn. Gistingin kostar 100 gulur, og greiðir ferðalangurinn gestfjafanum fyrir gistinguna. Þessu næst segist ferðalangurinn ætla að fara í gönguferð um þorpið að finna leiði í kirkjugarðinum og sýna vini sínum sem þar er grafinn virðingu sína. Eftir að hafa sagt ferðalanginum til vegar, fer gestgjafinn að hitta smiðinn. Hann borgar smiðnum 100 gulu skuldina fyrir vinnu við endurbætur á gistiheimilinu. Smiðurinn er himinlifandi og fer til endurskoðandans og borgar honum 100 gulu skuldina sem hafði orðið til þegar bókhald smiðsins var lagfært. Endurskoðandinn fer beina leið til gestgjafans og borgar honum 100 gulu skuldina fyrir aðstöðuna þegar hann hélt héraðsnámskeiðið í bókfærslu. Nokkru síðar kemur ferðalangurinn úr labbitúrnum. Hann útskýrir fyrir gestgjafanum að hann hafi farið þorpavillt - að vinur hans sé jarðsettur í næsta þorpi, og biður gestgjafann að endurgreiða sér gistinguna. Gestgjafanum fannst það sjálfsagt og endurgreiðir ferðalangnum 100 gulurnar hans. Ferðalangurinn kveður þessu næst með virktum og hverfur á braut. Eftir standa gestgjafinn, smiðurinn og endurskoðandinn - allir skuldlausir. Litla gula hagkerfi þorpsins þeirra er skyndilega laust við skuldir eftir stutta viðkomu ferðalangsins. Sá er hér ritar er alls ekki hagfræðingur, hvað þá „bullhagfræðingur," heldur aðeins fyrstaársnemi í heimspeki - á öðru misseri náms sem er með eindæmum áhugavert og nærandi. Það væri hyggilegt fyrir lesandann að taka því sem hér er ritað á gagnrýninn hátt, og jafnvel eyða svolitlum tíma sjálfur í að hugsa vandlega um þessa litlu sögu í því skyni að velta fyrir sér hvort einhver boðskapur gæti leynst í henni. Hver veit, máske gæti eihver alvöru hagfræðingur haft eitthvað um þennan litla pistil að segja, og frætt okkur hin sem erum ekki hagfræðingar eitthvað nánar um hvað í þessari litlu sögu felst. Kristinn Örn Torfason, heimspekinemi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar