Lífið

Uma Thurman ólétt á fimmtugsaldri

Myndir/CoverMedia
Hin stórglæsilega Uma Thurman sem gerði garðinn frægan í myndinni Kill Bill, á von á barni með unnusta sínum til fimm ára, Arpad Busson.

Þetta mun vera fyrsta barn þeirra saman en fyrir á leikkonan þrettán ára gamla dóttur og tíu ára gamlan son með fyrrverandi eiginmanni sínum og leikkaranum, Ethan Hawke.

Kill Bill stjarnan sem er á fertugasta og öðru ári staðfesti það að hún gengi með barn eftir að sást til hennar á tískuvikunni í New York á dögunum.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Thurman á fremsta bekk á tískuvikunni í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.