Lífið

Aniston er með húðvörur á heilanum

myndir/cover media & instyle
Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára, prýðir forsíðu InStyle tímaritsins í mars klædd í Calvin Klein.

„Ég væri húðsjúkdómafræðingur ef ég væri ekki leikkona. Ég er með allt sem viðkemur húðinni gjörsamlega á heilanum. Húðin, vörurnar og leisertæknin. Ég hangi tímunum saman á internetinu og les allt sem viðkemur húðinni. Ég kalla það leiser-klám," segir Jennifer í tímaritinu.

Spurð um kærastann hennar Justin Theroux sem skoða má í myndasafni: „Í fyrsta lagi er hann mjög smekklegur, í öðru lagi er stíllinn hans einstakur. Hann hefur alltaf verið sérstakur þegar kemur að útlitinu!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.