Lífið

Vill hitta ofbeldisfullan föður á ný

myndir/cover media & latina
Söngkonan Christina Aguilera, 31 ára, sem hitti föður sinn síðast árið 1999, getur hugsað sér að hitta hann á ný þrátt fyrir ofbeldisfullt uppeldi.

„Ég hef rætt opinberlega um okkar samband og hvað ég upplifði erfiða reynslu og ég er viss um að hann hefur heyrt af því. Hann er örugglega ekki ánægður með það en kannski getum við sest niður og fengið okkur hádegisverð saman einn daginn,“ segir Christina í tímaritinu Latina.

Meðfylgjandi má sjá myndir af henni ásamt syni sínum, Max, og unnusta, Jordan Bratman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.