Öflugar sprengingar skóku borgina Aleppo í Sýrlandi í morgun. Ríkissjónvarpið segir að um tvær sprengingar hafi verið að ræða en borgarbúar telja þær hafi verið þrjár talsins.
Sjónvarpið segir að nokkrir hafi fallið í þessum sprengingum, þar á meðal stjórnarhermenn, og skellir skuldinni á hryðjuverkamenn.
Aleppo er önnur stærsta borg Sýrlands en þar hefur allt verið meir og minna með kyrrum kjörum síðan að uppreisnin gegn stjórn Assad hófst í mars í fyrra.
Öflugar sprengingar í næststærstu borg Sýrlands
