Ef einhver spyr mig hvað klukkan sé fer ég að gráta 10. febrúar 2012 12:15 mynd/anton Rithöfundurinn Lára Björg Björnsdóttir gengur með sitt annað barn sem er væntanlegt í heiminn í apríl. Lífið fékk að vita hvernig henni líður í dag samanborið við meðgönguna fyrir tíu árum þegar hún gekk með frumburðinn.Hvað ertu gengin langt og hvernig líður þér á líkama og sál? Ég er komin rúma sex mánuði á leið. Mér líður alveg merkilega vel miðað við hvað ég er gömul og stressuð.Meðgangan núna og þegar þú gekkst með frumburðinn fyrir 10 árum? Þessi meðganga er allt öðruvísi. Vinkona mín sagði mér um daginn að þegar ég gekk með son minn fyrir 10 árum hafi ég iðulega setið í eldhúsinu með kleinupoka og klárað hann, ég talaði mjög mikið um mat, át lasanja í morgunmat, uppgötvaði mozzarella-ost og kenndi öllum vinkonuhópnum að nota hann. Ég nánast lagði fyrir til að eiga fyrir máltíð á klukkustundafresti. En núna get ég rétt þrælað ofan í mig hálfri kjúklingabringu án þess að fá ógeðshroll og brjálast. Ef ég fengi að ráða og læknavísindin væru ekki að segja manni að vera nánast með spínat í æðalegg mundi ég bara borða tekex með smjöri og skola því niður með undanrennu.Hvernig er að vera ólétt mamma? Bjössi fæddist 2001 en það er magnað að vera ólétt mamma. Sonur minn passar mjög upp á mig og spyr mig oft á dag hvort ég sé þreytt og hvernig mér líði. Það er ekki laust við að hjartað bókstaflega springi úr ást að liggja með hann í fanginu og klappa bumbunni um leið.Hvernig var fæðingin? Ég missti vatnið heima, fyrirvaralaust og aðeins fyrir tímann. Ég skreið því upp á fæðingardeild í smá stressi lítandi út eins og ég veit ekki hvað. En fæðingin gekk vel og ég þurfti engin verkjalyf svo ég var send í þetta hippahreiður þar sem manni er skóflað út eftir sólarhring og hent heim. Þegar ég gekk inn í íbúðina mína með son minn 24 klukkustunda gamlan í fanginu beið mín lítið stöðuvatn af legvatni á stofugólfinu. Svo, þá var ekkert annað í boði en að skúra það upp. Sem ég gerði. Ein og með drenginn í fanginu.Hvernig viltu upplifa fæðinguna í vor?Í þetta skiptið langar mig upp á fæðingardeildina í einhverju dýru. Kannski bleikri Jackie-O dragt, með hatt og mjög mikið máluð. Síðan þætti mér eðlilegt og gott að fá að liggja á deildinni í nokkra daga. Í stóru herbergi með blómum á borði. Kalt kampavín í fötu við rúmstokkinn væri ekki galin hugmynd þannig lagað. Þið vitið?Ertu með æði fyrir einhverju matarkyns á þessari meðgöngu?Ég er eiginlega frekar með óþol fyrir mjög mörgum mat. Flest sem mér fannst gott, finnst mér viðbjóður núna. En fyrstu mánuðina þegar ógleðin var sem verst borðaði ég salsa í öll mál. Eintómt og með skeið. Og svo finnst mér sulta mjög góð. Ég gæti borðað hana með skeið líka en ég vil ekki hræða fólk svo ég læt það ekki eftir mér.Eru hormónarnir að stríða þér? Ef ég heyri lag með Bruce Springsteen fer ég að gráta. Ef einhver spyr mig hvað klukkan sé fer ég að gráta. Ef maðurinn minn segir að ég sé sæt þá fer ég að gráta. Svo, þú getur ímyndað þér stuðið á heimilinu. - Djöfull held ég að Bruce Springsteen sé góður pabbi.Skemmtilegu skrifin þín! Hvað ertu að gera við þessa hæfileika þína? Í gegnum tíðina hef ég bara skrifað þegar mig hefur langað til að skrifa. Annars skrifa ég ekki. Þegar mig langar til að skrifa fæ ég svona mjög afgerandi skrifþörf, verð frekar þögul og vinn best seint á kvöldin þegar komin er ró. Mér líður mjög vel í þessu ástandi og fæ mikið út úr því að skrifa. Þannig skrifaði ég bókina mína „Takk útrásarvíkingar". Þessi þörf hefur legið í dvala í marga mánuði en er að koma aftur yfir mig núna og ég ætla að bregðast við henni og skrifa skáldsögu. Ég er meira að segja búin að ákveða um hvað hún á að vera.Svona af því að úrslitin í Eurovision eru annað kvöld. Ertu Eurovision-aðdáandi? Nei. En bara plís ekki senda ein hvern a nærbuxunum eða þannig.Lífið á Facebook. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Rithöfundurinn Lára Björg Björnsdóttir gengur með sitt annað barn sem er væntanlegt í heiminn í apríl. Lífið fékk að vita hvernig henni líður í dag samanborið við meðgönguna fyrir tíu árum þegar hún gekk með frumburðinn.Hvað ertu gengin langt og hvernig líður þér á líkama og sál? Ég er komin rúma sex mánuði á leið. Mér líður alveg merkilega vel miðað við hvað ég er gömul og stressuð.Meðgangan núna og þegar þú gekkst með frumburðinn fyrir 10 árum? Þessi meðganga er allt öðruvísi. Vinkona mín sagði mér um daginn að þegar ég gekk með son minn fyrir 10 árum hafi ég iðulega setið í eldhúsinu með kleinupoka og klárað hann, ég talaði mjög mikið um mat, át lasanja í morgunmat, uppgötvaði mozzarella-ost og kenndi öllum vinkonuhópnum að nota hann. Ég nánast lagði fyrir til að eiga fyrir máltíð á klukkustundafresti. En núna get ég rétt þrælað ofan í mig hálfri kjúklingabringu án þess að fá ógeðshroll og brjálast. Ef ég fengi að ráða og læknavísindin væru ekki að segja manni að vera nánast með spínat í æðalegg mundi ég bara borða tekex með smjöri og skola því niður með undanrennu.Hvernig er að vera ólétt mamma? Bjössi fæddist 2001 en það er magnað að vera ólétt mamma. Sonur minn passar mjög upp á mig og spyr mig oft á dag hvort ég sé þreytt og hvernig mér líði. Það er ekki laust við að hjartað bókstaflega springi úr ást að liggja með hann í fanginu og klappa bumbunni um leið.Hvernig var fæðingin? Ég missti vatnið heima, fyrirvaralaust og aðeins fyrir tímann. Ég skreið því upp á fæðingardeild í smá stressi lítandi út eins og ég veit ekki hvað. En fæðingin gekk vel og ég þurfti engin verkjalyf svo ég var send í þetta hippahreiður þar sem manni er skóflað út eftir sólarhring og hent heim. Þegar ég gekk inn í íbúðina mína með son minn 24 klukkustunda gamlan í fanginu beið mín lítið stöðuvatn af legvatni á stofugólfinu. Svo, þá var ekkert annað í boði en að skúra það upp. Sem ég gerði. Ein og með drenginn í fanginu.Hvernig viltu upplifa fæðinguna í vor?Í þetta skiptið langar mig upp á fæðingardeildina í einhverju dýru. Kannski bleikri Jackie-O dragt, með hatt og mjög mikið máluð. Síðan þætti mér eðlilegt og gott að fá að liggja á deildinni í nokkra daga. Í stóru herbergi með blómum á borði. Kalt kampavín í fötu við rúmstokkinn væri ekki galin hugmynd þannig lagað. Þið vitið?Ertu með æði fyrir einhverju matarkyns á þessari meðgöngu?Ég er eiginlega frekar með óþol fyrir mjög mörgum mat. Flest sem mér fannst gott, finnst mér viðbjóður núna. En fyrstu mánuðina þegar ógleðin var sem verst borðaði ég salsa í öll mál. Eintómt og með skeið. Og svo finnst mér sulta mjög góð. Ég gæti borðað hana með skeið líka en ég vil ekki hræða fólk svo ég læt það ekki eftir mér.Eru hormónarnir að stríða þér? Ef ég heyri lag með Bruce Springsteen fer ég að gráta. Ef einhver spyr mig hvað klukkan sé fer ég að gráta. Ef maðurinn minn segir að ég sé sæt þá fer ég að gráta. Svo, þú getur ímyndað þér stuðið á heimilinu. - Djöfull held ég að Bruce Springsteen sé góður pabbi.Skemmtilegu skrifin þín! Hvað ertu að gera við þessa hæfileika þína? Í gegnum tíðina hef ég bara skrifað þegar mig hefur langað til að skrifa. Annars skrifa ég ekki. Þegar mig langar til að skrifa fæ ég svona mjög afgerandi skrifþörf, verð frekar þögul og vinn best seint á kvöldin þegar komin er ró. Mér líður mjög vel í þessu ástandi og fæ mikið út úr því að skrifa. Þannig skrifaði ég bókina mína „Takk útrásarvíkingar". Þessi þörf hefur legið í dvala í marga mánuði en er að koma aftur yfir mig núna og ég ætla að bregðast við henni og skrifa skáldsögu. Ég er meira að segja búin að ákveða um hvað hún á að vera.Svona af því að úrslitin í Eurovision eru annað kvöld. Ertu Eurovision-aðdáandi? Nei. En bara plís ekki senda ein hvern a nærbuxunum eða þannig.Lífið á Facebook.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira