Lífið

Morgan Freeman mögulega á leið til Íslands með Tom Cruise

Stórleikarinn Morgan Freeman hefur staðfest þátttöku sína í spennumyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise fer fremstur í flokki. Gert er ráð fyrir að myndin verði tekin að miklu leyti hér á landi síðsumars og því gæti farið svo að Freeman heimsæki landið. Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum Svarthöfða en þar segir ennfremur að myndin kosti tæpa 25 milljarða króna í framleiðslu sem myndi gera hana að dýrustu kvikmynd sem gerð hafi verið hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.