Franska myndin Listamaðurinn fékk flest verðlaun á Bafta hátíðinni í kvöld, eða sjö talsins. Þar á meðal var hún valin besta myndin, en fékk jafnframt verðlaun í flokknum besti leikstjórinn, og besti leikari í aðalhlutverkum.
Myndin Tinker Tailor Soldier Spy var valin besta breska myndin. Meryl Streep hlaut verðlaun í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki. Streep hefur hlotið mikið lof fyrir hlutverk sitt sem Margrét Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Breta.
Bafta hátíðin er helsta uppskeruhátíð Breta í kvikmyndaiðnaðinum.
Listamaðurinn fékk sjö verðlaun
Jón Hákon Halldórsson skrifar
