Stjórnvöld í Sýrlandi hafna algerlega þeim hugmyndum Arababandalagsins að sendar verði friðargæslusveitir til Sýrlands en þær yrðu á sameiginlegu forræði bandalagsins og Sameinuðu þjóðanna.
Í framhaldi af þessari höfnun hefur Arababandalagið ákveðið að slíta á öll diplómatísk tengsl við Sýrland.
Í morgun bárust síðan fregnir af því að þung stórskotahríð skelli aftur á íbúum borgarinnar Homs en nokkuð dró úr slíkum árásum yfir helgina. Talið er að 35 manns hafi fallið í Homs á laugardag en aðeins fjórir í gærdag.
