"Þjónkun við þá aðila sem helst óttast FME" Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2012 13:51 Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að síendurtekin skoðun á hæfi hans sé þjónkun við hrunverja sem vilji koma honum frá. Gunnar Þ. Andersen segir að sér sé ekki kunnugt um að nokkur annars starfsmaður eða embættismaður hins opinbera á Íslandi „hafi mátt sæta öðrum eins sí endurteknum og útvíkkuðum rannsóknum á hæfi sínu og störfum að öðru leyti, án alls sýnilegs eða raunverulegs tilefnis." Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar skrifaði Ástráði Haraldssyni hæstaréttarlögmanni hinn 9. febrúar síðastliðinn en um var að ræða andmæli Gunnars við drögum að álitsgerð sem Ástráður var að vinna ásamt Ásbirni Björnssyni, endurskoðanda.Þjónkun við hrunverja Gunnar segir í bréfinu, sem fréttastofan hefur undir höndum, að hinar látlausu og tilefnislausu rannsóknir, endurteknar rannsóknir upphaflegra rannsóknaraðila , nýjar gagnasafnanir sem engu skila, rannsóknir nýrra aðila og útvíkkaðar rannsóknir séu í raun „þjónkun við þá aðila sem helst óttast FME og skilvirka starfsemi stofnunarinnar undir minni stjórn." Þessi orð Gunnas eru athyglisverð fyrir þær sakir að það eru einmitt helst aðilar tengdir hluthöfum föllnu bankanna sem hafa látið hæst í sér heyra um afsögn hans. Ólafur Arnarson, hagfræðingur og álitsgjafi, hefur ritað á vefsíðu sína á Pressunni á annan tug pistla þar sem hann dregur ýmist hæfi Gunnars í efa eða krefst afsagnar hans. Komið hefur fram að Ólafur var á launum hjá Gunnari Steini Pálssyni almannatengli sem hefur unnið fyrir hluthafa og stjórnendur Kaupþings banka. Þá er Ólafur tengdur Hreiðar Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, fjölskylduböndum. Ólafur hefur ekki svarað spurningum um málið til þessa, en fullyrðir að hann hafi aldrei þegið greiðslu fyrir skrif sín. „Megnið af mínu starfi er ráðgjöf sem ég vinn í trúnaðarsambandi við mína verkkaupa og því hef ég tekið þann pól í hæðina að ég upplýsi ekki um fyrir hvern ég vinn," segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur er skráður stofnandi tveggja einkahlutafélaga í fyrirtækjaskrá, B-Holding ehf og Kelvin ehf. sem stofnuð voru 2006 og 2007 og bæði eru þau skráð heima hjá honum en hvorugt þeirra hefur nokkurn tímann skilað ársreikningi. Hefur þú þegið greiðslur fyrir störf þín fyrir Exista og tengda einstaklinga og félög eða Fons og tengda einstaklinga og tengd félög? „Ég hvorki játa né neita, því mín ráðgjafarstörf eru trúnaðarmál milli mín og þeirra sem kaupa af mér ráðgjöf. Þeir sem kaupa af mér ráðgjöf mega mér að sársaukalausu upplýsa um það," segir Ólafur en hann fullyrðir að sín störf fyrir „hina og þessa" hafi ekki áhrif á skrif sín á Pressunni. „Mér finnst algjörlega fráleitt að stilla máli Gunnars þannig upp eins og hann gerir sjálfur, og Þorvaldur Gylfason gerir raunar líka, að það sé sjálfstætt áhugamál þeirra sem tengjast með einhverjum hætti hruninu að koma Gunnari frá. Ég hef þvert á móti skrifað greinar um að Gunnar þvælist fyrir sérstökum saksóknara með því að senda órannsökuð mál til hans." Í þessari samantekt má líka nefna Sigurð G. Guðjónsson, verjanda Sigurjóns Þ. Árnasonar, sem hefur oft og ítrekað kallað opinberlega eftir afsögn Gunnars. Sama dag og Sigurjón var hnepptur í gæsluvarðhald, 14. janúar 2011, vakti Sigurður athygli á tengslum Gunnars við aflandsfélögin LB Holding og NBI Holdings, en um þau er fjallað í skýrslu RNA. Í nóvember sl. skrifaði hann grein með fyrirsögninni „Það á að reka Gunnar Andersen úr starfi forstjóra FME."Andstætt starfsmanna- og stjórnsýslulögum Í áðurnefndu bréfi Gunnars til Ástráðs segir Gunnar jafnframt að sí endurtekin athugun stjórnar FME á hæfi hans án nægjanlegs tilefnis sé auk þess andstæð meginreglum bæði stjórnsýslu- og starfsmannalaga og spurning hversu lengi er við það búandi. „Almenna reglan er auðvitað sú að stjórnvald getur ekki kallað til nýja álitsgjafa og tekið upp fyrri ákvarðanir af því tilefni einu, ef ekkert nýtt liggur fyrir í málinu," segir Gunnar. Áður en Ástráður og Ásbjörn unnu endurskoðað mat á hæfi Gunnars hafði Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar væri hæfur. Reyndar sjá þeir Ástráður og Ásbjörn ekki ástæðu til að draga í efa niðurstöður Andra um hæfi Gunnars, en segja að engur að síður hafi komið fram upplýsingar um atvik sem séu til þess fallnar að kasta rýrð á hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra FME. Þá segja þeir að engar vísbendingar séu um lögbrot og að niðurstaða þeirra sé „huglæg" en byggð á gögnum málsins. Formlega hefur ekki verið gengið frá starfslokum Gunnars. Hann hefur fengið frest þangað til á morgun að skila endanlegum andmælum til stjórnar FME þar sem hann tekur afstöðu til þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að biðja hann um að láta af störfum. Eins og komið hefur fram telur hann ákvarðanir stjórnar FME ekki byggjast á lögmætum grunni, þar sem ekki séu fyrir hendi almenn skilyrði fyrir endurupptöku, þ.e endurskoðuðu hæfi hans, þar sem engin ný gögn eða upplýsingar réttlæti endurskoðað mat á hæfi. Eins og fréttastofa hefur greint frá sakaði lögmaður Gunnars stjórn FME um einelti í garð umbjóðanda síns í bréfi sem hann ritaði Aðalsteini Leifssyni, stjórnarformanni FME á föstudag. Það sem er athyglsvert í þessu er að Seðlabanki Íslands á tvo fulltrúa í stjórn FME, en annar þeirra er Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Hin meinta aðför gegn forstjóranum hefur því væntanlega verið með vitund og vilja fulltrúa Seðlabankans, hafi hún á annað borð átt sér stað. Aðalsteinn Leifsson hefur kosið að svara ekki þessari ásökun um einelti. Sjá hér ítarlega fréttaskýringu um mál Gunnars. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Telja að rýrð sé kastað á hæfi Gunnars - greinargerðin birt Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson telja að fram hafi komið upplýsingar um atvik í starfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir aflandsfélög Landsbankans sem séu til þess fallnar að kasta rýrð á hæfi hans til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í áliti sem þeir unnu fyrir stjórn FME og sent hefur verið fjölmiðlum. 18. febrúar 2012 16:00 Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11 Gunnar Andersen: "Nú þurfa menn að þétta raðirnar" Gunnar Þ. Andersen íhugar að fara í skaðabótamál standi ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að víkja honum úr starfi þar sem hann telur hana byggjast á ólögmætum grundvelli. Þá sakar lögmaður Gunnars stjórnina um að leggja hann í einelti í bréfi til stjórnarformanns FME. 18. febrúar 2012 19:49 Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30 Nýjar upplýsingar settu spurningamerki við trúverðugleika Gunnars Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. 18. febrúar 2012 12:23 Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Gunnar Þ. Andersen segir að sér sé ekki kunnugt um að nokkur annars starfsmaður eða embættismaður hins opinbera á Íslandi „hafi mátt sæta öðrum eins sí endurteknum og útvíkkuðum rannsóknum á hæfi sínu og störfum að öðru leyti, án alls sýnilegs eða raunverulegs tilefnis." Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar skrifaði Ástráði Haraldssyni hæstaréttarlögmanni hinn 9. febrúar síðastliðinn en um var að ræða andmæli Gunnars við drögum að álitsgerð sem Ástráður var að vinna ásamt Ásbirni Björnssyni, endurskoðanda.Þjónkun við hrunverja Gunnar segir í bréfinu, sem fréttastofan hefur undir höndum, að hinar látlausu og tilefnislausu rannsóknir, endurteknar rannsóknir upphaflegra rannsóknaraðila , nýjar gagnasafnanir sem engu skila, rannsóknir nýrra aðila og útvíkkaðar rannsóknir séu í raun „þjónkun við þá aðila sem helst óttast FME og skilvirka starfsemi stofnunarinnar undir minni stjórn." Þessi orð Gunnas eru athyglisverð fyrir þær sakir að það eru einmitt helst aðilar tengdir hluthöfum föllnu bankanna sem hafa látið hæst í sér heyra um afsögn hans. Ólafur Arnarson, hagfræðingur og álitsgjafi, hefur ritað á vefsíðu sína á Pressunni á annan tug pistla þar sem hann dregur ýmist hæfi Gunnars í efa eða krefst afsagnar hans. Komið hefur fram að Ólafur var á launum hjá Gunnari Steini Pálssyni almannatengli sem hefur unnið fyrir hluthafa og stjórnendur Kaupþings banka. Þá er Ólafur tengdur Hreiðar Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, fjölskylduböndum. Ólafur hefur ekki svarað spurningum um málið til þessa, en fullyrðir að hann hafi aldrei þegið greiðslu fyrir skrif sín. „Megnið af mínu starfi er ráðgjöf sem ég vinn í trúnaðarsambandi við mína verkkaupa og því hef ég tekið þann pól í hæðina að ég upplýsi ekki um fyrir hvern ég vinn," segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur er skráður stofnandi tveggja einkahlutafélaga í fyrirtækjaskrá, B-Holding ehf og Kelvin ehf. sem stofnuð voru 2006 og 2007 og bæði eru þau skráð heima hjá honum en hvorugt þeirra hefur nokkurn tímann skilað ársreikningi. Hefur þú þegið greiðslur fyrir störf þín fyrir Exista og tengda einstaklinga og félög eða Fons og tengda einstaklinga og tengd félög? „Ég hvorki játa né neita, því mín ráðgjafarstörf eru trúnaðarmál milli mín og þeirra sem kaupa af mér ráðgjöf. Þeir sem kaupa af mér ráðgjöf mega mér að sársaukalausu upplýsa um það," segir Ólafur en hann fullyrðir að sín störf fyrir „hina og þessa" hafi ekki áhrif á skrif sín á Pressunni. „Mér finnst algjörlega fráleitt að stilla máli Gunnars þannig upp eins og hann gerir sjálfur, og Þorvaldur Gylfason gerir raunar líka, að það sé sjálfstætt áhugamál þeirra sem tengjast með einhverjum hætti hruninu að koma Gunnari frá. Ég hef þvert á móti skrifað greinar um að Gunnar þvælist fyrir sérstökum saksóknara með því að senda órannsökuð mál til hans." Í þessari samantekt má líka nefna Sigurð G. Guðjónsson, verjanda Sigurjóns Þ. Árnasonar, sem hefur oft og ítrekað kallað opinberlega eftir afsögn Gunnars. Sama dag og Sigurjón var hnepptur í gæsluvarðhald, 14. janúar 2011, vakti Sigurður athygli á tengslum Gunnars við aflandsfélögin LB Holding og NBI Holdings, en um þau er fjallað í skýrslu RNA. Í nóvember sl. skrifaði hann grein með fyrirsögninni „Það á að reka Gunnar Andersen úr starfi forstjóra FME."Andstætt starfsmanna- og stjórnsýslulögum Í áðurnefndu bréfi Gunnars til Ástráðs segir Gunnar jafnframt að sí endurtekin athugun stjórnar FME á hæfi hans án nægjanlegs tilefnis sé auk þess andstæð meginreglum bæði stjórnsýslu- og starfsmannalaga og spurning hversu lengi er við það búandi. „Almenna reglan er auðvitað sú að stjórnvald getur ekki kallað til nýja álitsgjafa og tekið upp fyrri ákvarðanir af því tilefni einu, ef ekkert nýtt liggur fyrir í málinu," segir Gunnar. Áður en Ástráður og Ásbjörn unnu endurskoðað mat á hæfi Gunnars hafði Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar væri hæfur. Reyndar sjá þeir Ástráður og Ásbjörn ekki ástæðu til að draga í efa niðurstöður Andra um hæfi Gunnars, en segja að engur að síður hafi komið fram upplýsingar um atvik sem séu til þess fallnar að kasta rýrð á hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra FME. Þá segja þeir að engar vísbendingar séu um lögbrot og að niðurstaða þeirra sé „huglæg" en byggð á gögnum málsins. Formlega hefur ekki verið gengið frá starfslokum Gunnars. Hann hefur fengið frest þangað til á morgun að skila endanlegum andmælum til stjórnar FME þar sem hann tekur afstöðu til þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að biðja hann um að láta af störfum. Eins og komið hefur fram telur hann ákvarðanir stjórnar FME ekki byggjast á lögmætum grunni, þar sem ekki séu fyrir hendi almenn skilyrði fyrir endurupptöku, þ.e endurskoðuðu hæfi hans, þar sem engin ný gögn eða upplýsingar réttlæti endurskoðað mat á hæfi. Eins og fréttastofa hefur greint frá sakaði lögmaður Gunnars stjórn FME um einelti í garð umbjóðanda síns í bréfi sem hann ritaði Aðalsteini Leifssyni, stjórnarformanni FME á föstudag. Það sem er athyglsvert í þessu er að Seðlabanki Íslands á tvo fulltrúa í stjórn FME, en annar þeirra er Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Hin meinta aðför gegn forstjóranum hefur því væntanlega verið með vitund og vilja fulltrúa Seðlabankans, hafi hún á annað borð átt sér stað. Aðalsteinn Leifsson hefur kosið að svara ekki þessari ásökun um einelti. Sjá hér ítarlega fréttaskýringu um mál Gunnars. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Telja að rýrð sé kastað á hæfi Gunnars - greinargerðin birt Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson telja að fram hafi komið upplýsingar um atvik í starfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir aflandsfélög Landsbankans sem séu til þess fallnar að kasta rýrð á hæfi hans til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í áliti sem þeir unnu fyrir stjórn FME og sent hefur verið fjölmiðlum. 18. febrúar 2012 16:00 Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11 Gunnar Andersen: "Nú þurfa menn að þétta raðirnar" Gunnar Þ. Andersen íhugar að fara í skaðabótamál standi ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að víkja honum úr starfi þar sem hann telur hana byggjast á ólögmætum grundvelli. Þá sakar lögmaður Gunnars stjórnina um að leggja hann í einelti í bréfi til stjórnarformanns FME. 18. febrúar 2012 19:49 Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30 Nýjar upplýsingar settu spurningamerki við trúverðugleika Gunnars Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. 18. febrúar 2012 12:23 Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Telja að rýrð sé kastað á hæfi Gunnars - greinargerðin birt Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson telja að fram hafi komið upplýsingar um atvik í starfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir aflandsfélög Landsbankans sem séu til þess fallnar að kasta rýrð á hæfi hans til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í áliti sem þeir unnu fyrir stjórn FME og sent hefur verið fjölmiðlum. 18. febrúar 2012 16:00
Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11
Gunnar Andersen: "Nú þurfa menn að þétta raðirnar" Gunnar Þ. Andersen íhugar að fara í skaðabótamál standi ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að víkja honum úr starfi þar sem hann telur hana byggjast á ólögmætum grundvelli. Þá sakar lögmaður Gunnars stjórnina um að leggja hann í einelti í bréfi til stjórnarformanns FME. 18. febrúar 2012 19:49
Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30
Nýjar upplýsingar settu spurningamerki við trúverðugleika Gunnars Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. 18. febrúar 2012 12:23
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent