Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 22:04 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti vera vonbrigði. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi en hjá fyrri ríkisstjórnum. Hann segir ákvörðun seðlabanka um að halda stýrivöxtum óbreyttum hafa verið vonbrigði en gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokks, sem segir ríkisstjórnina skorta slagkraft. Seðlabankinn tilkynnti í morgun að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir standa nú í 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október á síðasta ári sem vextir lækka ekki og sagði seðlabankastjóri að vextirnir væru að kæla hagkerfið en að það gengi hægar en búist hafði verið við. „Við erum að sjá meiri verðbólgu í haust en við höfum áður spáð en við erum að gera ráð fyrir að þetta sé tímabundið,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali eftir fund þar sem ákvörðun nefndarinnar var kynnt. „Mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun seðlabankans vera vonbrigði en fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þurfi að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag sé til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már í kvöldfréttum Sýnar. Segir seðlabankastjóra hafa talað um jákvæð skref ríkisstjórnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í pistli á Facebook og sagði hana hvorki hafa slagkraft né plan. Daði Már gefur lítið fyrir orð Guðrúnar og sagði hana betur hafa tekið þátt í að samþykkja góð mál á vorþingi sem sneru að húsnæðismálum. „Ég vil minna á að seðlabankastjóri tók sérstaklega fram þau jákvæðu skref sem við höfum náð sem er að leysa ýmis stórmál, lækka skuldir ríkisins með uppgjörinu á ÍL-sjóði og sölunni á Íslandsbanka.“ Hann segist munu standa undir kröfum almennings og að það væri sameiginlegt verkefni að tryggja verðstöðugleika. „Þessir háu stýrivextir bitna mjög ósanngjarnt á sérstaklega mjög ákveðnum hluta samfélagsins, þeim sem hafa nýlega keypt sér húsnæði. Þetta er verkefni sem við munum vinna saman og leysa.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti í morgun að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir standa nú í 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október á síðasta ári sem vextir lækka ekki og sagði seðlabankastjóri að vextirnir væru að kæla hagkerfið en að það gengi hægar en búist hafði verið við. „Við erum að sjá meiri verðbólgu í haust en við höfum áður spáð en við erum að gera ráð fyrir að þetta sé tímabundið,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali eftir fund þar sem ákvörðun nefndarinnar var kynnt. „Mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun seðlabankans vera vonbrigði en fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þurfi að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag sé til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már í kvöldfréttum Sýnar. Segir seðlabankastjóra hafa talað um jákvæð skref ríkisstjórnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í pistli á Facebook og sagði hana hvorki hafa slagkraft né plan. Daði Már gefur lítið fyrir orð Guðrúnar og sagði hana betur hafa tekið þátt í að samþykkja góð mál á vorþingi sem sneru að húsnæðismálum. „Ég vil minna á að seðlabankastjóri tók sérstaklega fram þau jákvæðu skref sem við höfum náð sem er að leysa ýmis stórmál, lækka skuldir ríkisins með uppgjörinu á ÍL-sjóði og sölunni á Íslandsbanka.“ Hann segist munu standa undir kröfum almennings og að það væri sameiginlegt verkefni að tryggja verðstöðugleika. „Þessir háu stýrivextir bitna mjög ósanngjarnt á sérstaklega mjög ákveðnum hluta samfélagsins, þeim sem hafa nýlega keypt sér húsnæði. Þetta er verkefni sem við munum vinna saman og leysa.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent