Telja að rýrð sé kastað á hæfi Gunnars - greinargerðin birt Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2012 16:00 Ástráður Haraldsson er annar þeirra sem vann álitið. Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson telja að fram hafi komið upplýsingar um atvik í starfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir aflandsfélög Landsbankans sem séu til þess fallin að kasta rýrð á hæfi hans til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í áliti sem þeir unnu fyrir stjórn FME og sent hefur verið fjölmiðlum. „Við teljum þessi atvik ekki leiða til vanhæfis hans til þess að gegna skyldum forstjóra, en upplýsingar um atvikin eru til almennrar umfjöllunar og geta truflað starfsemi FME og tafið fyrir uppbyggingu trausts almennings á starfsemi stofnunarinnar," segir í áliti þeirra. Þá segja Ástráður og Ásbjörn að hafa beri í huga að siðferðislegt mat sem lagt sé á núna, í ljósi alls þess sem á undan er gengið á undanförnum árum, sé ef til vill ekki alfarið sanngjarnt að heimfæra ótilgreint á þær aðstæður sem til staðar voru árið 2001, þegar Gunnar starfaði fyrir Landsbankann. „Segja má að ýmislegt af því sem við nú sjáum að voru óheilbrigðir viðskiptahættir hafi ekki verið eins augljóst fyrir tíu eða fimmtán árum. Ýmsum veitist létt að vera vitrir eftirá," segir í álitinu. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag telja þeir Ástráður og Ásbjörn að upplýsingar um heildarstarfsemi bankans hefðu ekki verið eins ítarlegar og gera mátti kröfu um, en það kom í hlut Gunnars að svara Fjármálaeftirlitinu fyrir hönd Landsbankans árið 2001. „Við teljum að þrátt fyrir meinta óvissu um lagaleg tengsl Landsbanka Íslands hf. og sjálfs-eignarsjóðsins á Guernsey og félaga í hans eigu á þessum tíma, sé ótvírætt að í bréfi FME frá 29. maí 2001 var verið er að grennslast fyrir um erlenda starfsemi bankans í víðasta skilningi og að í ljósi þekkingar sinnar og stöðu innan Landsbankans hefði Gunnar Þ. Andersen mátt vita að svar bankans var ófullnægjandi og beinlínis villandi," segir í áliti þeirra Ástráðs og Ásbjörns. Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11 Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30 Nýjar upplýsingar settu spurningamerki við trúverðugleika Gunnars Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. 18. febrúar 2012 12:23 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson telja að fram hafi komið upplýsingar um atvik í starfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir aflandsfélög Landsbankans sem séu til þess fallin að kasta rýrð á hæfi hans til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í áliti sem þeir unnu fyrir stjórn FME og sent hefur verið fjölmiðlum. „Við teljum þessi atvik ekki leiða til vanhæfis hans til þess að gegna skyldum forstjóra, en upplýsingar um atvikin eru til almennrar umfjöllunar og geta truflað starfsemi FME og tafið fyrir uppbyggingu trausts almennings á starfsemi stofnunarinnar," segir í áliti þeirra. Þá segja Ástráður og Ásbjörn að hafa beri í huga að siðferðislegt mat sem lagt sé á núna, í ljósi alls þess sem á undan er gengið á undanförnum árum, sé ef til vill ekki alfarið sanngjarnt að heimfæra ótilgreint á þær aðstæður sem til staðar voru árið 2001, þegar Gunnar starfaði fyrir Landsbankann. „Segja má að ýmislegt af því sem við nú sjáum að voru óheilbrigðir viðskiptahættir hafi ekki verið eins augljóst fyrir tíu eða fimmtán árum. Ýmsum veitist létt að vera vitrir eftirá," segir í álitinu. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag telja þeir Ástráður og Ásbjörn að upplýsingar um heildarstarfsemi bankans hefðu ekki verið eins ítarlegar og gera mátti kröfu um, en það kom í hlut Gunnars að svara Fjármálaeftirlitinu fyrir hönd Landsbankans árið 2001. „Við teljum að þrátt fyrir meinta óvissu um lagaleg tengsl Landsbanka Íslands hf. og sjálfs-eignarsjóðsins á Guernsey og félaga í hans eigu á þessum tíma, sé ótvírætt að í bréfi FME frá 29. maí 2001 var verið er að grennslast fyrir um erlenda starfsemi bankans í víðasta skilningi og að í ljósi þekkingar sinnar og stöðu innan Landsbankans hefði Gunnar Þ. Andersen mátt vita að svar bankans var ófullnægjandi og beinlínis villandi," segir í áliti þeirra Ástráðs og Ásbjörns.
Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11 Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30 Nýjar upplýsingar settu spurningamerki við trúverðugleika Gunnars Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. 18. febrúar 2012 12:23 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11
Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30
Nýjar upplýsingar settu spurningamerki við trúverðugleika Gunnars Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. 18. febrúar 2012 12:23
Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent