Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku Magnús Halldórsson skrifar 18. febrúar 2012 00:30 Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur andmælarétt til lok dags á mánudaginn, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar FME um að segja honum upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tilkynnti Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, Gunnari fyrir hönd stjórnarinnar um þá ákvörðun að segja honum upp störfum, og bauð honum að gera það í sátt við hann. Það var Gunnar ekki tilbúinn til þess að gera, og í kjölfar formlegrar beiðni lögmanns Gunnars, Skúla Bjarnasonar hrl., um frekari rökstuðning fyrir ákvörðuninni, varð úr að Gunnar fengi frest til lok dags á mánudag, til þess að andmæla ákvörðuninni með lagalegum rökum. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var ákvörðun stjórnar FME tekin eftir að Ástráður Haraldsson hrl. og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi höfðu skilað skýrslu til stjórnar FME um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum, þegar hann starfaði hjá Landsbankanum, og hæfi hans til þess að gegna starfi forstjóra. Með Aðalsteini í stjórn Fjármálaeftirlitsins sitja Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Andri Árnason hrl. hafði í tvígang verið fenginn til þess að meta hæfi Gunnars, eftir að upplýsingar komu fram, m.a. í Kastljósi RÚV, þess efnis að hann hefði komið að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á þeim tíma er hann starfaði þar, sem var á árunum 1991 til 2003. Ástráður og Ásbjörn voru síðan fengnir til þess að fara yfir síðara mat Andra, og draga fram nýjar upplýsingar eftir því sem þörf var á. Gunnar var ráðinn forstjóri FME 3. apríl 2009 og var þá valinn úr hópi 19 umsækjenda. Frekari upplýsingar um málið koma hér inn á Vísi eftir því sem upplýsingar um málið beras Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur andmælarétt til lok dags á mánudaginn, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar FME um að segja honum upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tilkynnti Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, Gunnari fyrir hönd stjórnarinnar um þá ákvörðun að segja honum upp störfum, og bauð honum að gera það í sátt við hann. Það var Gunnar ekki tilbúinn til þess að gera, og í kjölfar formlegrar beiðni lögmanns Gunnars, Skúla Bjarnasonar hrl., um frekari rökstuðning fyrir ákvörðuninni, varð úr að Gunnar fengi frest til lok dags á mánudag, til þess að andmæla ákvörðuninni með lagalegum rökum. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var ákvörðun stjórnar FME tekin eftir að Ástráður Haraldsson hrl. og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi höfðu skilað skýrslu til stjórnar FME um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum, þegar hann starfaði hjá Landsbankanum, og hæfi hans til þess að gegna starfi forstjóra. Með Aðalsteini í stjórn Fjármálaeftirlitsins sitja Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Andri Árnason hrl. hafði í tvígang verið fenginn til þess að meta hæfi Gunnars, eftir að upplýsingar komu fram, m.a. í Kastljósi RÚV, þess efnis að hann hefði komið að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á þeim tíma er hann starfaði þar, sem var á árunum 1991 til 2003. Ástráður og Ásbjörn voru síðan fengnir til þess að fara yfir síðara mat Andra, og draga fram nýjar upplýsingar eftir því sem þörf var á. Gunnar var ráðinn forstjóri FME 3. apríl 2009 og var þá valinn úr hópi 19 umsækjenda. Frekari upplýsingar um málið koma hér inn á Vísi eftir því sem upplýsingar um málið beras
Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08