Erlent

Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráðinu

Frá atkvæðagreiðslunni í dag.
Frá atkvæðagreiðslunni í dag. mynd/AP
Rússland og Kína beittu neitunarvaldi sínu þegar fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna greiddu atkvæði um ályktun varðandi ástandið í Sýrlandi.

Þjóðirnar ákváðu að beita neitunarvaldinu þrátt fyrir að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafi fordæmt ofbeldisverkin í Sýrlandi í dag.

Talið er að um 260 hafi fallið í aðgerðum sýrlenska hersins í bænum Homs í dag. Andspyrnuhópar í Sýrlandi segja að yfirvöld hafi látið sprengjum rigna yfir borgina. Stjórnvöld í Sýrlandi gefa þó lítið fyrir ásakanirnar og saka aðgerðarsinna um áróður.

Eftir atkvæðagreiðsluna sagði Hillary Clinton, Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Kína og Rússland hafi í raun lýst yfir ábyrgð á ódæðisverkunum í Sýrlandi með því að beita neitunarvaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×