Erlent

Eyjafjallajökull fyrir Evrópudómstólinn

Eyjafjallajökull varð valdur að vandræðum sem ekki sér enn fyrr endan á.
Eyjafjallajökull varð valdur að vandræðum sem ekki sér enn fyrr endan á.
Evrópudómstóllinn í Lúxemborg mun í þessari viku fella úrskurð í mikilvægu máli sem snýst um viðskiptavin Ryanair flugfélagsins og bætur henni til handa. Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 spilar stóra rullu í málinu en niðurstaða dómstólsins gæti haft gríðarleg áhrif á flugrekstur í framtíðinni komi til þess að lofthelgi verði lokað sökum náttúruhamfara á borð við eldgos.

Málið snýst um Denise McDonagh frá Dyflinni sem kærði Ryanair eftir að félagið aflýsti flugi hennar frá Faro í Portúgal og til Dyflinnar þann 17. apríl 2010. Ástæðan var eldgosið í Eyjafjallajökli og vildi konan fá bætur fyrir. Írsk flugmálayfirvöld úrskurðuðu á sínum tíma að „afar óvenjulegar aðstæður" hefðu verið fyrir hendi og því bæri Ryanair enga ábyrgð í málinu.

McDonagh hélt því hinsvegar fram að Ryanair hefði átt að sjá um að greiða fyrir hótelgistingu hennar frá 17. apríl og fram til 24. apríl. Þessu var Ryanair ósammála og nú er málið komið fyrir Evrópudómstólinn. Verði Ryanair gert ábyrgt fyrir hótelreikningi konunnar munu fleiri viðskiptavinir vafalaust fylgja í kjölfarið með ófyrirséðum afleiðingum fyrir flugfélög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×