Stjórnvöld biðjist afsökunar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 12:57 Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar