Stjórnvöld biðjist afsökunar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 12:57 Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar