Erlent

Jarðskjálftinn á Filippseyjum kostaði 15 mannslíf

Að minnsta kosti 15 manns létu lífið í öflugum jarðskjálfta sem varð við Filippseyjar í gær. 44 er enn saknað og rúmlega 50 eru slasaðir.

Jarðskjálftinn sem mældist 6,8 á Richter varð undan ströndum eyjunnar Negros. Töluverður fjöldi eftirskjálfta fylgdi og var sá stærsti þeirra upp á 6,2 á Richter.

Brýr og vegir eyðilögðust í þessum skjálftum og hefur það hindrað störf björgunarsveita og gert það erfitt að koma mat og vistum til þeirra sem misstu hús sín í skjálftunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×