Seðlabankinn spáir 2,5% hagvexti í ár 8. febrúar 2012 10:47 Á þessu ári er spáð 2,5% hagvexti, einkum fyrir tilstuðlan aukinnar fjárfestingar. Framlag einkaneyslu er auk þess nokkurt, þótt það sé umtalsvert minna en í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að á næsta ári er einnig spáð 2,5% hagvexti og 2,7% hagvexti árið 2014. Áfram er gert ráð fyrir að fjárfesting og einkaneysla beri uppi vöxt landsframleiðslunnar. Spáð er að framlag utanríkisviðskipta batni lítillega og verði jákvætt á næstu tveimur árum en í báðum tilvikum er um litlar breytingar milli ára að ræða. Hagvaxtarhorfur í ár og næstu tvö ár eru því mjög svipaðar og gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans. Vinnuaflseftirspurn hélt áfram að aukast á milli ára á síðasta fjórðungi í fyrra, eins og hún gerði á öðrum og þriðja ársfjórðungi samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Heldur hefur hægt á batanum í samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,4% milli ára þrátt fyrir að starfandi fólki fækkaði lítillega þar sem meðalvinnutími á viku jókst um eina klukkustund. Ársverkum fjölgaði um 1,5% milli ára í fyrra sem er í takt við nóvemberspána. Einnig fjölgar áfram þeim sem eru í fullu starfi á meðan starfandi í hlutastarfi fækkar. Gert er ráð fyrir svipuðum og tiltölulega hægum vexti atvinnu á spátímanum og í síðustu spá eða tæplega 1% að meðaltali á ári. Vinnuaflsframboð minnkaði hins vegar um rúmlega 3.000 manns milli ára á fjórða fjórðungi síðasta árs þannig að atvinnuþátttökuhlutfallið lækkaði um 1,5 prósentur og hefur ekki verið lægra frá því að framkvæmd ársfjórðungslegra vinnumarkaðskannana hófst árið 2003. Þátttökuhlutfallið mældist 80,4% á árinu 2011 og lækkaði um 0,7 prósentur frá fyrra ári eða sem samsvarar tæplega 1.000 manns. Á sama tíma fjölgaði þeim sem voru utan vinnumarkaðar um tæplega 3.000. Fjölgun fólks sem var utan vinnumarkaðar skýrist að mestu af fjölgun námsmanna og öryrkja. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Á þessu ári er spáð 2,5% hagvexti, einkum fyrir tilstuðlan aukinnar fjárfestingar. Framlag einkaneyslu er auk þess nokkurt, þótt það sé umtalsvert minna en í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að á næsta ári er einnig spáð 2,5% hagvexti og 2,7% hagvexti árið 2014. Áfram er gert ráð fyrir að fjárfesting og einkaneysla beri uppi vöxt landsframleiðslunnar. Spáð er að framlag utanríkisviðskipta batni lítillega og verði jákvætt á næstu tveimur árum en í báðum tilvikum er um litlar breytingar milli ára að ræða. Hagvaxtarhorfur í ár og næstu tvö ár eru því mjög svipaðar og gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans. Vinnuaflseftirspurn hélt áfram að aukast á milli ára á síðasta fjórðungi í fyrra, eins og hún gerði á öðrum og þriðja ársfjórðungi samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Heldur hefur hægt á batanum í samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,4% milli ára þrátt fyrir að starfandi fólki fækkaði lítillega þar sem meðalvinnutími á viku jókst um eina klukkustund. Ársverkum fjölgaði um 1,5% milli ára í fyrra sem er í takt við nóvemberspána. Einnig fjölgar áfram þeim sem eru í fullu starfi á meðan starfandi í hlutastarfi fækkar. Gert er ráð fyrir svipuðum og tiltölulega hægum vexti atvinnu á spátímanum og í síðustu spá eða tæplega 1% að meðaltali á ári. Vinnuaflsframboð minnkaði hins vegar um rúmlega 3.000 manns milli ára á fjórða fjórðungi síðasta árs þannig að atvinnuþátttökuhlutfallið lækkaði um 1,5 prósentur og hefur ekki verið lægra frá því að framkvæmd ársfjórðungslegra vinnumarkaðskannana hófst árið 2003. Þátttökuhlutfallið mældist 80,4% á árinu 2011 og lækkaði um 0,7 prósentur frá fyrra ári eða sem samsvarar tæplega 1.000 manns. Á sama tíma fjölgaði þeim sem voru utan vinnumarkaðar um tæplega 3.000. Fjölgun fólks sem var utan vinnumarkaðar skýrist að mestu af fjölgun námsmanna og öryrkja.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira