Seðlabankinn spáir 2,5% hagvexti í ár 8. febrúar 2012 10:47 Á þessu ári er spáð 2,5% hagvexti, einkum fyrir tilstuðlan aukinnar fjárfestingar. Framlag einkaneyslu er auk þess nokkurt, þótt það sé umtalsvert minna en í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að á næsta ári er einnig spáð 2,5% hagvexti og 2,7% hagvexti árið 2014. Áfram er gert ráð fyrir að fjárfesting og einkaneysla beri uppi vöxt landsframleiðslunnar. Spáð er að framlag utanríkisviðskipta batni lítillega og verði jákvætt á næstu tveimur árum en í báðum tilvikum er um litlar breytingar milli ára að ræða. Hagvaxtarhorfur í ár og næstu tvö ár eru því mjög svipaðar og gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans. Vinnuaflseftirspurn hélt áfram að aukast á milli ára á síðasta fjórðungi í fyrra, eins og hún gerði á öðrum og þriðja ársfjórðungi samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Heldur hefur hægt á batanum í samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,4% milli ára þrátt fyrir að starfandi fólki fækkaði lítillega þar sem meðalvinnutími á viku jókst um eina klukkustund. Ársverkum fjölgaði um 1,5% milli ára í fyrra sem er í takt við nóvemberspána. Einnig fjölgar áfram þeim sem eru í fullu starfi á meðan starfandi í hlutastarfi fækkar. Gert er ráð fyrir svipuðum og tiltölulega hægum vexti atvinnu á spátímanum og í síðustu spá eða tæplega 1% að meðaltali á ári. Vinnuaflsframboð minnkaði hins vegar um rúmlega 3.000 manns milli ára á fjórða fjórðungi síðasta árs þannig að atvinnuþátttökuhlutfallið lækkaði um 1,5 prósentur og hefur ekki verið lægra frá því að framkvæmd ársfjórðungslegra vinnumarkaðskannana hófst árið 2003. Þátttökuhlutfallið mældist 80,4% á árinu 2011 og lækkaði um 0,7 prósentur frá fyrra ári eða sem samsvarar tæplega 1.000 manns. Á sama tíma fjölgaði þeim sem voru utan vinnumarkaðar um tæplega 3.000. Fjölgun fólks sem var utan vinnumarkaðar skýrist að mestu af fjölgun námsmanna og öryrkja. Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Á þessu ári er spáð 2,5% hagvexti, einkum fyrir tilstuðlan aukinnar fjárfestingar. Framlag einkaneyslu er auk þess nokkurt, þótt það sé umtalsvert minna en í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að á næsta ári er einnig spáð 2,5% hagvexti og 2,7% hagvexti árið 2014. Áfram er gert ráð fyrir að fjárfesting og einkaneysla beri uppi vöxt landsframleiðslunnar. Spáð er að framlag utanríkisviðskipta batni lítillega og verði jákvætt á næstu tveimur árum en í báðum tilvikum er um litlar breytingar milli ára að ræða. Hagvaxtarhorfur í ár og næstu tvö ár eru því mjög svipaðar og gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans. Vinnuaflseftirspurn hélt áfram að aukast á milli ára á síðasta fjórðungi í fyrra, eins og hún gerði á öðrum og þriðja ársfjórðungi samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Heldur hefur hægt á batanum í samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,4% milli ára þrátt fyrir að starfandi fólki fækkaði lítillega þar sem meðalvinnutími á viku jókst um eina klukkustund. Ársverkum fjölgaði um 1,5% milli ára í fyrra sem er í takt við nóvemberspána. Einnig fjölgar áfram þeim sem eru í fullu starfi á meðan starfandi í hlutastarfi fækkar. Gert er ráð fyrir svipuðum og tiltölulega hægum vexti atvinnu á spátímanum og í síðustu spá eða tæplega 1% að meðaltali á ári. Vinnuaflsframboð minnkaði hins vegar um rúmlega 3.000 manns milli ára á fjórða fjórðungi síðasta árs þannig að atvinnuþátttökuhlutfallið lækkaði um 1,5 prósentur og hefur ekki verið lægra frá því að framkvæmd ársfjórðungslegra vinnumarkaðskannana hófst árið 2003. Þátttökuhlutfallið mældist 80,4% á árinu 2011 og lækkaði um 0,7 prósentur frá fyrra ári eða sem samsvarar tæplega 1.000 manns. Á sama tíma fjölgaði þeim sem voru utan vinnumarkaðar um tæplega 3.000. Fjölgun fólks sem var utan vinnumarkaðar skýrist að mestu af fjölgun námsmanna og öryrkja.
Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira