Erlent

Norður Kórea ætlar að veita föngum sakaruppgjöf

Yfirvöld í Norður Kóreu ætla að veita föngum í landinu sakaruppgjöf í tilefni af afmælisdögum tveggja fyrrum leiðtoga landsins í febrúar.

Í tilkynningu um málið kemur hinsvegar ekki fram um hvaða fanga verði að ræða né fjölda þeirra.

Amnesty International áætlar að um 200.000 manns séu í haldi í pólitískum fangabúðum víða í landinu og telja samtökin að þessum föngum fari fjölgandi. Gervihnattamyndir af þessum fangabúðum sýni að þær fara stækkandi.

Fyrrum fangar í þessum búðum segja þær skelfilegar, þrælahald, pyntingar og hungur einkenni vistina í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×