Erlent

Fæddist með líffæri sín utan kviðarholsins

Hayes mun aldrei ná fullum bata. En líf hans verður mun einfaldra eftir aðgerðina. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hayes mun aldrei ná fullum bata. En líf hans verður mun einfaldra eftir aðgerðina. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Það varð fljótt ljóst að meðganga Kelly Davis yrði ekki hefðbundin. Læknar tilkynntu henni að ófæddur sonur hennir væri haldinn sjaldgæfum fæðingargalla sem leiddi til þess að líffæri hans mynduðust utan á líkama hans.

Kelly sagði ABC fréttastofunni að heilkennið hafði einkennt líf hennar síðustu mánuði og að hún hafi verið óttaslegin þegar hún fékk að hitta son sinn í fyrsta sinn.

Óvíst var hvort að líffæri Hayes myndu starfa eftir að hann kom í heiminn og ekki var vitað hvort að pilturinn hefði burðina til að anda af sjálfsdáðum. Allt fór þó á besta veg og í ljós kom að líffæri Hayes störfuðu sem skyldi.

Hayes fæddist 25. mars á síðasta ári. Síðan þá hafa læknar framkvæmt ýmsar rannsóknir í von um að komast að því hvort að hægt væri að lagfæra ástand hans.

Það var síðan Dr. Kuojen Tsao hjá Háskólasjúkrahúsinu í Texas sem framkvæmdi aðgerðina. Hann sagði að aðgerðir sem þessar séu afar flóknar og að mikil hætta sé á að líffærin rifni þegar þeim er komið fyrir í kviðarholinu.

Aðgerðin var framkvæmd á föstudaginn síðastliðinn. Samkvæmt Kelly fór allt að óskum og var Tsao afar sáttur með útkomuna.

Hayes mun aldrei ná fullum bata. En líf hans verður mun einfaldra eftir aðgerðina.

Hægt er að nálgast umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×