Erlent

Tíu ár frá því að fangabúðirnar í Guantanamo opnuðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangabúðunum hefur verið mótmælt víða um heim. Á þessari mynd sést mótmælandi hlekkja sjálfan sig í búri fyrir utan Hvíta húsið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.
Fangabúðunum hefur verið mótmælt víða um heim. Á þessari mynd sést mótmælandi hlekkja sjálfan sig í búri fyrir utan Hvíta húsið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. mynd/ afp.
Tíu ár er liðin í dag frá því að fyrstu einstaklingarnir voru fluttir í varðhald í fangabúðirnar í Guantanamoflóa. Búðirnar hafa verið harðlega gagnrýndar, en þar er fólki haldið án dóms og laga.

Enn er 171 einstaklingur í haldi í Guantanamo. Amnesty segir að flestir þeirra hafi aldrei verið ákærðir fyrir glæp og vita ekki hvort nokkurn tíma verður réttað yfir þeim. Þeir, sem ákærðir hafa verið, munu sæta óréttlátum réttarhöldum hjá hernefnd. Jafnvel verður hægt að færa þá, sem hernefndin telur saklausa, aftur í ótímabundna varðhaldsvist. Amnesty segir þetta brjóta gegn alþjóðlegum mannréttindalögum.

Amnesty á Íslandi stendur fyrir undirskriftarsöfnun á Netinu til þess að hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að binda enda á ótímabundna varðhaldsvist í herstöðinni. Jóhanna María Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, segir að undirskriftasöfnuninni verði komið áleiðis til bandaríska sendiráðsins eða beint til bandarískra stjórnvalda að henni lokinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×