Erlent

Lífvænlegar plánetur í Vetrarbrautinni fleiri en áður var talið

Á myndinni sést brún Vetrarbrautarinnar. Brúnin hefur öldum saman verið kölluð Hryggur næturinnar.
Á myndinni sést brún Vetrarbrautarinnar. Brúnin hefur öldum saman verið kölluð Hryggur næturinnar. mynd/AP
Nýleg rannsókn þýskra stjarneðlisfræðinga gefur til kynna að meirihluti stjarna í Vetrarbrautinni hafi plánetur sem svipi til Jarðarinnar, Mars eða Merkúríus.

Rannsóknin hefur staðið yfir í sex ár og beittu vísindamennirnir nýstárlegri tækni við að greina pláneturnar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru tæplega 10 milljarðar stjarna í Vetrarbrautinni sem hafa að geyma plánetur þar sem aðstæður eru vænlegar fyrir líf.

Rúmlega 100 milljarðar stjarna eru í Vetrarbrautinni en talið er að stjörnuþokurnar séu um 170 milljarðar talsins.

Dr. Martin Dominik, einn af stjórnendum rannsóknarinnar, bendir á að engar vísbendingar séu um að líf sé að finna á þessum plánetum. Hann telur þó að líkurnar á að líf sé að finna í Vetrarbrautinni séu miklar enda séu stjörnurnar margar og pláneturnar einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×