Erlent

Lifandi gyðja kom fram á trúarhátíð í Nepal

Gyðjan Kumari í skrúðklæðum.
Gyðjan Kumari í skrúðklæðum. mynd/AP
Fimm ára gömul gyðja kom opinberlega fram á trúarhátíð í Nepal á mánudaginn. Hún er heilagt trúartákn í augum hindúa í Nepal og mun gegna hlutverki lifandi gyðju þangað til að hún hefur tíðir í fyrsta sinn.

Gyðjan er kölluð Kumari og hefur fjöldi stúlkna gengt hlutverki hennar í gegnum tíðina. Kumari er sögð vera holdtekja gyðjunnar Kali.

Nepalbúar trúa því að Kumari verndi þá gegn illu og boði gæfu og hagsæld. Kumari er sýnd opinbera 13 sinnum ári en mestum tíma eyðir hún í musteri sínu.

Kumari kom síðast fram á trúarhátíð í Katmandú á mánudaginn.

Bókstafleg þýðing Kumari er jómfrú en hún er dýrkuð þangað til að hún verður kynþroska.

Núverandi Kumari bjó upphaflega í búddatrúarsamfélagi. Hún þurfti að gangast undir 32 prófraunir áður en hún var útnefnd sem Kumari. Að auki má verðandi Kumari aldrei hafa misst blóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×