Erlent

"Þú hóstaðir upp krabbameininu - Til hamingju"

Claire Osborn október á síðast ári fékk Claire slæmt hóstakast sem gæti hafa bjargað lífi hennar.
Claire Osborn október á síðast ári fékk Claire slæmt hóstakast sem gæti hafa bjargað lífi hennar. mynd/skjáskot af vef The Sun
Allar líkur eru á að kona í Bretlandi muni ná fullum bata eftir að hún hóstaði upp illkynja æxli. Upphaflega voru helmingslíkur líkur á að hún myndi lifa krabbameinið af.

Claire Osborn er 37 ára gömul og á sex börn. Hún greindist með kirtlakrabbamein í hálsi og ljóst var að ómögulegt var að framkvæma skurðaðgerð.

Í október á síðast ári fékk Claire slæmt hóstakast. Hún fann fyrir ertingu í hálsi og augnabliki seinna hrökk 2 sentímetra langur moli upp úr henni.

Claire sagði við The Daily Mail að hún hafi ákveðið að koma molanum til læknis síns en hann framkvæmdi greiningu á fyrirbærinu. Þegar læknirinn kom loks með niðurstöðurnar sagði hann: „Það lítur út fyrir að þú hafir hóstað upp krabbameininu. Til hamingju."

Eftir frekari rannsóknir kom í ljós að krabbameinið var horfið úr Claire.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×