Erlent

Tíu spádómar fyrir 100 árum reyndust vera réttir

Árið 1900 setti bandaríski verkfræðingurinn John E. Watkins fram ýmsa spádóma um tækniþróunina á næstu 100 árum. Hann hafði rétt fyrir sér í 10 tilvikum af 29.

Meðal þess sem Watkins spáði rétt fyrir voru rafrænar myndavélar, sjónvarp og þar að auki beinar útsendingar í því, skriðdrekar sem voru óþekkt tól árið 1900 og farsímar.

Watkins setti fram þessa spádóma fram í grein sem hann skrifaði fyrir tímaritið Ladies Home Journal undir fyrirsögninni „Það sem gæti gerst á næstu hundrað árum". Á þeim tíma starfaði Watkins sem blaðamaður fyrir Saturday Evening Post, systurtímarit Ladies Home Journal, og byggði grein sína eða spá á viðtölum við fjölda vísinda- og tæknimanna á þessum tíma.

Af öðrum spádómum Watkins sem hafa ræst er að grænmeti yrði ræktað í gróðurhúsum með aðstoð rafmagns og að hraðlestir væru komnar í gagnið sem gætu keyrt á 150 mílna hraða á klukkustund. Upp á dag hundrað árum eftir Ladies Home Journal birti grein Watkins keyrði Acela Express lestin milli Boston og Washington á 150 mílna hraða á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×