Erlent

Fundu 14 kíló af heróíni í Kaupmannahafnarháskóla

Lögreglan í Kaupmannahöfn fann tæp 14 kíló á brúnu heróíni í húsakynnum Kaupmannahafnarháskóla á Austurbrú.

Fíkniefnið fannst á vinnusvæði 64 ára gamals starfsmanns skólans en sá mun hvorki vera kennari né vísindamaður við skólann.

Lögreglan leitaði í skólanum eftir að starfsmaður þessi var gripinn í Þýskalandi með heróín í fórum sínum en hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar í landi.

Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að litlar upplýsingar sé að hafa frá lögreglunni um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×