Erlent

Nakin kona í Sherlock Holmes þáttum BBC vekur reiði

Ný þáttaröð BBC sjónvarpsstöðvarinnar um hinn þekkta einkaspæjara Sherlock Holmes hefur vakið reiði fjölmargra foreldra á Bretlandseyjum.

Fyrsti þátturinn, sem ber heitið "Hneyksli í Bóhemíu", var sýndur í vikunni en í einu atriða hans sést leikkonan Lara Pulver nakin. Hún er aðeins klædd eyrnalokkum, varalit og á pinnahælum. Þar að auki leikur Lara svokallaða dómínu og í atriðinu flengir hún Sherlock Holmes með reiðpísk.

Það sem einkum fer fyrir brjóstið á foreldrunum er að þátturinn var sendur út á besta sjónvarpstíma og áður en börn eru almennt farin að sofa.

BBC tekur þessari gagnrýni með ró og leikstjórinn segir að atriði hafi verið sett inn til að draga úr vangaveltum um að Sherlock Holmes og félagi hans doktor Watson hafi verið samkynhneigt par.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×