Erlent

Bjartsýni ríkir vegna barna á Haítí - Tvö ár frá jarðskjálftanum

Tvö ár eru í dag liðin frá jarðskjálftann mikla á Haítí 12. janúar 2010 sem kostaði eyðileggingu af áður óþekktri stærðargráðu. Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið síðan þá og staða barna í landinu smám saman breyst til batnaðar.

Í tilefni af því að tvö ár eru liðin frá skjálftanum kynnir UNICEF skýrslu, sem má nálgast á unicef.is, og sýnir hún að margvíslegar góðar fréttir má finna á Haítí – ekki síst á sviði menntunar, heilsugæslu, næringar og barnaverndar. Á nokkrum lykilsviðum er ekki einungis um að ræða endurheimtur á þeirri stöðu sem var fyrir skjálftann heldur beinlínis hluti sem leitt geta til sögulegra breytinga fyrir börn á Haítí.

Fyrir tilstilli styrktaraðila sinna – líkt og þeirra tæplega 18.000 Íslendinga sem eru heimsforeldrar hefur UNICEF getað staðið fyrir umfangsmiklu hjálparstarfi á Haítí.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að koma börnum í skóla eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ljósmyndarans Arnars Þórs Þórissonar – jafnvel börnum sem ekki gengu í skóla fyrir skjálftann. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á myndina hér fyrir ofan.

Einnig hefur rík áhersla verið lögð á barnavernd – að vernda börn gegn mansali, harðræði og hvetja stjórnvöld til lagaumbóta sem tryggja börnum bjartari framtíð.

Hér fyrir ofan má sjá hjartnæma sögu frá Haítí þar sem Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, heimsækir bólusetningarmiðstöð og hittir fyrir sjö daga gamla stúlku. Innslagið var sýnt á degi rauða nefsins 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×