Erlent

Hönnunarsamkeppni um Star Trek læknatól kynnt

Dr. Leonard „Bones" McCoy
Dr. Leonard „Bones" McCoy
Bandarískt tæknifyrirtæki skorar á Star Trek aðdáendur að hanna byltingarkennt læknatól í anda þess sem Dr. McCoy notaði við sjúkdómsgreiningar sínar. Tíu milljónir dollarar eru í sigurverðlaun.

Samkeppnin er kölluð The Qualcomm Tricorder X Prize og var tilkynnt á CES tækniráðstefnunni í Las Vegas í dag.

Samkvæmt leikreglum verður tækið að geta greint lífsmörk ásamt því að geta sjúkdómsgreint einstaklinga. Tólið verður einnig að vera handhægt og má ekki vega meira en 2.2 kílógrömm.

Aðstandendur samkeppninnar sóttu innblástur í sjónvarpsþáttaröðina Star Trek en þar notar Dr. Leonard „Bones" McCoy hinn svokallaða Tricoder til að sinna áhöfn geimskipsins Enterprise.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×