Erlent

Phobos-Grunt fellur til jarðar á næstu dögum

Vísindamenn undirbúa Phobos-Grunt fyrir för sína til Mars.
Vísindamenn undirbúa Phobos-Grunt fyrir för sína til Mars. mynd/NASA
Vísindamenn segja að könnunarflaugin Phobos-Grunt muni hrapa til jarðar á næstu dögum. Ómögulegt er að áætla hvar flaugin muni lenda en líklegt þykir að hún muni hrapa yfir Indlandshafi.

Geimvísindamenn hjá rússnesku geimferðastofnuninni Roscosmos segja að stór hluti Phobos-Grunt eigi eftir að brenna upp í andrúmsloftinu. Samt sem áður er talið að um 20-30 einingar muni hrapa til jarðar.

Gervitungl - bæði ný og úrelt - hrapa reglulega til jarðar en tilfelli Phobos-Grunt þykir einstakt enda er flaugin sú stærsta sem nokkurn tíma hefur fallið af sporbraut jarðar. Að auki er farmur Phobos-Grunt eitraður. Sérfræðingar telja að eitrað eldsneyti flaugarinnar muni líklega brenna upp í lofthjúpnum.

Phobos-Grunt hefur verið á sporbraut um jörðu í rúma tvo mánuði. Upphaflegt markmið hennar var að rannsaka yfirborð tunglsins Phobos en það er á sporbraut um plánetuna Mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×