Erlent

Kennsl borin á tvo hermenn sem pissuðu á fallna Talibana

Búið er að bera kennsl á tvo af þeim fjórum hermönnum sem sjást á myndbandi vera að pissa yfir fallna Talibana í Afganistan.

Myndband þetta hefur vakið mikla reiði og hneykslan víða um heim. Mennirnir tilheyra landgönguliði bandaríska hersins og eru í herdeild sem staðsett er í Norður Karólínu.

Herdeildin var send til Afganistan í fyrra og snéri heim í október s.l. Landgönguliðið rannsakar þetta mál sem glæpamál en yfirstjórn hersins hefur fordæmt athæfi landgönguliðanna sem og bandarísk stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×